Suður-Indverskt Thali með Sunesh, grænmetisveisla
Við höfum fengið Sunesh Subrahmoian matreiðslumann á veitingastaðnum Ghandi í Reykjavík til að gefa okkur innsýn í matreiðsluna sem hann ólst upp við. Indversk matargerð byggist að miklu leiti upp á alls konar grænmetisréttum. Thali er matur sem er borinn fram í veislum, t.d. brúðkaupum og afmælum og oftast eru réttirnir eingöngu eldaðir úr græmeti. Á Suður-Indlandi er thali borið fram á bananalaufi, matnum raðað fallega á það og útkoman glæsileg. Réttirnir eru valdir saman með tiliti til lita og áferðar og alltaf er raita og flatbrauð borið fram með. Sunesh hefur valið saman girnilega grænmetisrétti sem hann kennir á námskeiðinu og hann kennir líka hvernig á að gera paneer ost, sem er vinsæll á Indlandi.
Sunesh hefur unnið víða um heim og einnig verið með stutta matreiðsluþætti á Youtube. Hann er fæddur í bænum Muziris við Malabar ströndina í Kerala-héraði á Indlandi. Kennt er á ensku.
Matseðill á námskeiðinu:
- Vegetables pulao
- Kootu curry
- Sambar
- Paneer butter masala
- Allo palak
- Cabbage thorran
- Raita
- Mango pickle
- Chapati
Innifalið er allt hráefni, kennsla matreiðslumanns, þjónusta uppvaskara/aðstoðarmanns, afnot af svuntu og öllum áhöldum. Þátttakendur fá allar uppskriftir sendar í tölvupósti að námskeiöi loknu. Síðast en ekki síst er slegið upp veislu í lok námskeiðsins, þar sem þátttakendur gæða sér á afrakstrinum.
Kennari á námskeiðinu er Sunesh Subrahmoian matreiðslumaður
Námskeiðið hefst kl 17:00 og stendur í 3 klst
Við minnum fólk á námskeiðs- og tómstundastyrki verkalýðsfélaga og fyrirtækja, sem endurgreiða námskeiðskostnað.