"Franskar Makrónur" hefur verið sett í körfuna þína.

Skoða körfu

Franskar Makrónur

14.900 kr

Dagsetning

- +

Makrónur eru ómótstæðilega fallegar. Þær eru til í öllum litum regnbogans og með fyllingum og kremum í ótrúlegum fjölda tilbrigða. Já, það er ekki að furða að litlu fallegu frönsku makrónurnar hafi slegið í gegn. Við bjóðum uppá námskeið í makrónubakstri þar sem kennarinn leiðir ykkur í gegnum allt ferlið, hvernig á að blanda deigið, þurrka og baka kökurnar og fer í það með ykkur hvað getur farið úrskeiðis við baksturinn. Við gerum síðan nokkrar gerðir af kremum og fyllingum.

Hver og einn fær að baka sínar makrónur, við setjum þær síðan saman með mismunandi kremum og allir fá að taka afraksturinn með sér heim. Kennari á námskeiðinu er Sigríður Björk, eigandi Salt Eldhúss.

Á námskeiðinu er kennt að gera:

  • Makrónur
  • Nokkur auðveld smjörkrem
  • Saltkaramellukrem
  • Crème au beurre (ekta franskt smjörkrem), ef tími vinnst til
  • Lemon curd (sítrónusmjör), ef tími vinnst til
  • Meðferð matarlita

Innifalið er allt hráefni, fyrsta flokks aðstaða og afnot af svuntu og áhöldum sem til þarf auk umbúða fyrir makrónurnar til að taka með sér heim. Einnig er aðstoðarmanneskja/uppvaskari þátttakendum innan handar á námskeiðinu.

Kennari á námskeiðinu er Sigríður Björk Bragadóttir matreiðslumaður og eigandi Salt Eldhúss

Námskeiðið hefst kl 17:00 og stendur í 3 klst.

Lágmarksfjöldi þátttakenda á þetta námskeið er 10.

Við minnum fólk á námskeiðs- og tómstundastyrki verkalýðsfélaga og fyrirtækja, sem endurgreiða námskeiðskostnað.