Brauðbakstur
Fátt ilmar betur en nýbakað brauð. Á þessu námskeiði lærið þið að baka einfalt brauð með fersku pressugeri eða þurrgeri þar sem við kennum nýja, spennandi aðferð við að hnoða deigið saman og bökum alls konar girnileg og spennandi brauð. Við notum mun minna af pressugeri í brauðin okkar með þessari aðferð, sem gerir þau hollari.
Við bökum baguette, foccacia, fougasse og brauðstangir með ferskum kryddum, ólífum og osti. Hugmyndin er þátttakendur læri og skilji undirstöðu í brauðbakstri með geri og hvað möguleikarnir eru endalausir í að taka það lengra.
Á námskeiðinu gerum við líka smjör frá grunni, spennandi pestó og fleira gott meðlæti með brauði. Allir taka nýbakað brauð með sér heim.
Innifalið er allt hráefni, kennsla matreiðslumanns, þjónusta uppvaskara/aðstoðarmanns, afnot af svuntu og öllum áhöldum. Þátttakendur fá síðan allar uppskriftir með sér heim.
Kennari á námskeiðinu er Sigríður Björk Bragadóttir matreiðslumaður og eigandi Salt Eldhús
Kvöldnámskeið hefst kl 17:00 og morgunnámskeið á laugardögum hefjast kl 11:00. Námskeið stendur í um 3 klst.
Við minnum fólk á námskeiðs- og tómstundastyrki verkalýðsfélaga og fyrirtækja, sem endurgreiða námskeiðskostnað.