"Brauðbakstur" hefur verið sett í körfuna þína.

Skoða körfu

Brauðbakstur

14.900 kr

Dagsetning

- +

Fátt ilmar betur en nýbakað brauð. Heimabakað brauð úr einni hveititegund er með 4 innihaldsefni; vatn, pressuger, hveiti og salt. Aftur á móti getur samskonar brauð keypt í stórmarkaði verið með u.þ.b. 12 innihaldsefnum. Þetta eitt og sér er næg ástæða til að baka brauð heima. Á þessu námskeiði lærið þið að baka einfalt brauð með pressugeri eða þurrgeri þar sem við kennum nýja, spennandi aðferð við að hnoða brauðið og með henni komumst við af með að nota minna ger.

Brauðin eru mótuð í mismunandi form; hleyfa, baguette, foccacia og fougasse. Farið verður í undirstöðuatriði við að vinna með gerið og allt sem þið þurfið að kunna til að gera gott brauð með stökkri skorpu. Á þeim grunni geta þáttakendur tekið brauðbaksturinn lengra heima hjá sér og notað mismunandi mjöltegundir og kjarna og gera gróf brauð bragðbætt með kryddi, ólífum og ávöxtum.

Á námskeiðinu gerum við nokkrar mismunandi tegundir af brauði, lærum að gera heimagert smjör og fleira spennandi sem við notum með brauði. Allir taka nýbakað brauð með sér heim.

Næstu námskeið

Haustönn 2019: 16. september og 30. október.

Innifalið er allt hráefni, kennsla matreiðslumanns, þjónusta uppvaskara/aðstoðarmanns, afnot af svuntu og öllum áhöldum. Þátttakendur fá uppskriftahefti til eignar með nóg af uppskriftum að góðu brauði.

Við bjóðum þátttakendum upp á súpu og brauð í matarhléi. Allir taka nýbakað brauð með sér heim.

Kennari á námskeiðinu er Sigríður Björk Bragadóttir matreiðslumaður og eigandi Salt Eldhús

Kvöldnámskeið hefst kl 17:00 og morgunnámskeið á laugardögum hefjast kl 11:00. Námskeið stendur í um 3 ½ klst.

Við minnum fólk á námskeiðs- og tómstundastyrki verkalýðsfélaga og fyrirtækja, sem endurgreiða námskeiðskostnað.