"Smáréttir Mið-Austurlanda" hefur verið sett í körfuna þína.

Skoða körfu

Smáréttir Mið-Austurlanda

16.900 kr

Dagsetning

- +

Á þessu námskeiði förum við í ferðalag með bragðlaukana og kynnumst nokkrum smáréttum frá Mið-Austurlöndum. Á námskeiðinu lærum við að nota hin mildu og mjúku krydd sem eru notuð á þessum slóðum; kummin, kóriander, kanell, allspice, saffran, sumac, granateplasíróp, saltar sítrónur, mynta, appelsínublómavatn og za´atar og gefum ráð hvar er best að nálgast þessar vörur. Við byrjum á því að læra undirstöðuatriði við brauðbakstur og gerum tvær tegundir af ilmandi flatbrauði. Síðan lögum við nokkra gómsæta smárétti og endum á að gera hina dásamlegu köku „baklava“ sem er vinsæl í löndunum fyrir botni Miðjarðahafs.  Í lokin sláum við síðan upp veislu þar sem við smökkum á öllu því sem við höfum búið til.

Það sem við gerum á námskeiðinu:

 • Píta-brauð
 • Flatbrauð með za´atar
 • Muhammara sósa
 • Ekta falafelbollur
 • Grænmetissalat frá Líbanon
 • Tabouleh
 • Gulrætur með marokkóskum kryddum
 • Sætkryddaðar lambabollur 
 • Tahini sítrónusósa
 • Baklava
 • Tyrkneskar apríkósur með þykku jógúrti (labneh), rósavatni og pistasíum

Næstu námskeið

Vorönn 2020: 4. febrúar og 24. mars.

Innifalið er allt hráefni, fyrsta flokks aðstaða og afnot af svuntu og áhöldum sem til þarf. Einnig er aðstoðarmanneskja/uppvaskari þátttakendum innan handar á námskeiðinu. Þátttakendur fá uppskriftamöppu til eignar.

Kennari á námskeiðinu er Sigríður Björk Bragadóttir matreiðslumaður og eigandi Salt Eldhúss.

Námskeiðið hefst kl 17:00 og stendur í um 31/2 klst

Við minnum fólk á námskeiðs- og tómstundastyrki verkalýðsfélaga og fyrirtækja, sem endurgreiða námskeiðskostnað.