"Smáréttir Mið-Austurlanda" hefur verið sett í körfuna þína.

Skoða körfu

Smáréttir Mið-Austurlanda

16.900 kr

Dagsetning

- +

Á þessu námskeiði förum við í ferðalag með bragðlaukana og kynnumst nokkrum smáréttum frá Mið-Austurlöndum. Þar eru þessir réttir gjarnan kallaðir "mezze" og eru oft borðaðir nokkrir saman með góðu brauði annað hvort á undan aðalrétti eða bara sem sjálfstæð máltíð. Á námskeiðinu lærum við að nota hin mildu og mjúku krydd sem eru notuð á þessum slóðum; kummin, kóriander, kanell, allspice, saffran, sumac, granateplasíróp, saltar sítrónur, myntu, appelsínublómavatn, rósir og za´atar og gefum ráð hvar er best að nálgast þessar vörur. Við byrjum á því að sýna ykkur hversu auðvelt er að gera "baklava", gómsæta köku sem er alltaf bökuð fyrir hátíðleg tilefni, t.d. brúðkaup. Förum síðan yfir undirstöðuatriði við brauðbakstur og gerum ilmandi flatbrauði með za'atar. Síðan lögum við nokkra gómsæta smárétti, bæði grænmeti og lambakjöt og sláum upp veislu þar sem við smökkum á öllu því sem við höfum búið til og endum kvöldið á dýrindis sætindum, baklava, og apríkósum með labneh, rósavatni og pistasíum og drekkum myntute.

Það sem við gerum á námskeiðinu:

  • Flatbrauð með za´atar
  • Muhammara sósa
  • Ekta falafelbollur
  • Malfouf hrásalat
  • Grillað eggaldin með jógúrt, myntu og granateplum
  • Tabouleh
  • Gulrætur með marokkóskum kryddum
  • Sætkryddaðar lambabollur 
  • Tahini sítrónusósa
  • Baklava
  • Tyrkneskar apríkósur með þykku jógúrti (labneh), rósavatni og pistasíum

Innifalið er allt hráefni, fyrsta flokks aðstaða og afnot af svuntu og áhöldum sem til þarf. Einnig er aðstoðarmanneskja/uppvaskari þátttakendum innan handar á námskeiðinu.

Kennari á námskeiðinu er Sigríður Björk Bragadóttir matreiðslumaður og eigandi Salt Eldhúss.

Námskeiðið hefst kl 17:00 og stendur í um 3 klst

Við minnum fólk á námskeiðs- og tómstundastyrki verkalýðsfélaga og fyrirtækja, sem endurgreiða námskeiðskostnað.