"Súrdeigsbakstur" hefur verið sett í körfuna þína.

Skoða körfu

Súrdeigsbakstur

16.900 kr

Dagsetning

Uppselt

Bakstur úr súrdeigi þykir mörgum spennandi en að sama skapi flókinn. Ægir Friðriksson matreiðslumeistari og kennari við Hótrel- og Matvælaskólann hefur bakað súrdeigsbrauð árum saman, m.a. fyrir eiginn veitingastað og getið sér gott orð fyrir brauðin sín. Hann mun fara í gegnum allt ferlið frá A-Ö og munu þátttakendur verða margs vísari um súrdeigsbaksturinn og allt sem honum fylgir.

Innifalið er allt hráefni, kennsla matreiðslumanns, þjónusta uppvaskara/aðstoðarmanns, afnot af svuntu og öllum áhöldum. Þátttakendur fá jafnframt uppskriftir af því sem gert er.. Við bjóðum þátttakendum upp á súpu og brauð í kvöldverðarhléi. Allir taka bakað brauð, deig og súrdeigsmóður með sér heim.

Kennari á námskeiðinu er Ægir Friðriksson matreiðslumeistari

Námskeiðið hefst kl 17:00 og stendur í um 3 ½ klst

Lágmarksfjöldi þátttakenda á þetta námskeið er 10.

Við minnum fólk á námskeiðs- og tómstundastyrki verkalýðsfélaga og fyrirtækja, sem endurgreiða námskeiðskostnað.