"Mezze 1001 nótt - Græna veislan" hefur verið sett í körfuna þína.

Skoða körfu

Mezze 1001 nótt - Græna veislan

16.900 kr

Dagsetning

- +

Mezze, mazza, meze, mezzeh er orð sem er notað í Grikklandi, Tyrklandi, Marokkó og Mið-Austurlöndum yfir úrval af heitum og köldum réttum, sem eru bornir fram saman, annað hvort sem foréttir eða sem heil máltíð með brauði. Á þessu námskeiði förum við í ferðalag með bragðlaukana og kynnumst þessum smáréttum og notum grænmeti í réttina. Á námskeiðinu lærum við að nota hin mildu og mjúku krydd sem eru notuð á þessum slóðum; kummin, kóriander, kanell, allspice, saffran, sumac, granateplasíróp, saltaðar sítrónur, myntu, appelsínublómavatn og za´atar og gefum ráð hvar er best að nálgast þessar vörur.

Í lokin sláum við síðan upp veislu í anda "þúsund og einnar nætur" þar sem við smökkum á öllu því sem við höfum búið til.

Það sem við gerum á námskeiðinu:

  • Muhammara sósa – grillaðar paprikur meðristuðum  valhnetum og granateplasírópi
  • Ekta falafelbollur og tahinisósa
  • Gulrætur með marokkóskum kryddum og söltuðum sítrónum
  • Zalouk – steikt eggaldin með tómötum og mjúkum kryddum
  • Bakaður fetaostur með ristuðum skalotlauk og Aleppo pipar
  • Gulróta-halloumi bollur með dilli
  • Tzatziki agúrkur í jógúrtsósu
  • Flatbrauð með za´atar
  • Baklava
  • Myntute

Innifalið er allt hráefni, fyrsta flokks aðstaða og afnot af svuntu og áhöldum sem til þarf. Einnig er aðstoðarmanneskja/uppvaskari þátttakendum innan handar á námskeiðinu. Þátttakendur fá uppskriftir sendar í tölvupósti eftir námskeiðið.

Kennari á námskeiðinu er Sigríður Björk Bragadóttir matreiðslumaður og eigandi Salt Eldhúss.

Námskeiðið hefst kl 17:00 og stendur í um 3 klst

Við minnum fólk á námskeiðs- og tómstundastyrki verkalýðsfélaga og fyrirtækja, sem endurgreiða námskeiðskostnað.