Franskar bökur, sætar og ósætar
Franskar bökur (tartes) eru vinsælar árið um kring í Frakklandi. Þær eru til í ótal útfærslum, sætar sem ósætar, alltaf fallegar og gómsætar. Nokkrar bökur teljast klassík, þar á meðal jarðaberjabakan, grænmetisbakan og súkkulaðibakan.
Á þessu námskeiði förum við yfir aðferðir við að útbúa sætar og ósætar bökuskeljar, sem við svo gerum frá grunni ásamt tilheyrandi fyllingum. Við vinnum með þrjár bökur, eina ósæta og tvær sætar. Tilgangurinn er að kynnast grunninum vel þannig að þátttakendur geti síðan tekist á við alls konar bökubakstur. Hver þáttakandi tekur síðan þrjár litlar bökur með sér heim, eina af hverri sort.
Við lærum að gera:
- Fullkomna bökuskel frá grunni, sæta og ósæta
- Spínat- ostaböku með fetaosti og tómötum
- Jarðaberjaböku (tarte aux fraises) með vanillukremi
- Franskt vanillukrem (crème pâtissière)
- Súkkulaðiböku (tarte aux chocolat)
Innifalið er allt hráefni, kennsla matreiðslumanns, þjónusta uppvaskara/aðstoðarmanns, afnot af svuntu og öllum áhöldum. Þátttakendur fá uppskriftir sendar í tölvupósti eftir námskeiðið.
Kennari á námskeiðinu er Sigríður Björk Bragadóttir matreiðslumaður
Námskeiðið hefst kl 17:00 (virka daga) eða 11:00 (laugardaga) og stendur í um 3 klst.
Við minnum fólk á námskeiðs- og tómstundastyrki verkalýðsfélaga og fyrirtækja, sem endurgreiða námskeiðskostnað