"Taívanskar bao buns á tveimur tímum" hefur verið sett í körfuna þína.

Skoða körfu

Taívanskar bao buns á tveimur tímum

16.900 kr

Dagsetning

- +

Þeir sem hafa kynnst Taivönsku gufusoðnu bollunum “Bao buns” eða “steamed buns”, með alls kyns djúsí krydduðum fyllingum ættu núna að kætast. Hér höfum við námskeið þar sem við kennum að hnoða og gufusjóða bollurnar og búa síðan til fyllingar í þessar girnilegu bollur, ásamt því að gera sósur og meðlæti til að setja ofan á. Það er til dæmis allskonar gott piklað grænmeti og góðar sósur sem gera þessar bollur svo ómótstæðilegar. Farið verður vel yfir allt hráefni og hvar það fæst. Í lok námskeiðs setjumst við niður og gæðum okkur á öllu saman.

Á námskeiðinu eldum við:

Bao bun frá Tævan með fjórum mismunandi fyllingum

  • kryddaðir fiskiklattar
  • kjúklingur í pankoraspi
  • grænmetisfylling

Og þið lærið að gera:

  • Bao buns frá grunni
  • Kryddað majones (Asian spicy mayo)
  • Piklaðar gúrkur
  • Sætsúra gulrótastrimla

Innifalið er allt hráefni, fyrsta flokks aðstaða og afnot af svuntu og áhöldum. Einnig er aðstoðarmanneskja/uppvaskari þátttakendum innan handar á námskeiðinu. Eftir að búið er að útbúa matinn sláum við upp veislu og smökkum á öllum tegundum sem eru búnar til. Þátttakendur fá síðan uppskriftirnar með sér heim.

Kennari á námskeiðinu er Sigríður Björk Bragadóttir matreiðslumaður og eigandi Salt Eldhúss.

Námskeiðið hefst kl 17:00 og stendur í 2 klst.

Við minnum fólk á námskeiðs- og tómstundastyrki verkalýðsfélaga og fyrirtækja, sem endurgreiða námskeiðskostnað