Hópar

Við hjá Salt Eldhúsi bjóðum upp á fjölbreytt úrval námskeiða við allra hæfi, fyrsta flokks aðstöðu og frábæra kennara. Við bjóðum einnig upp á einkanámskeið fyrir hópa og hópefli fyrir fyrirtæki og stofnanir og aðstoðum við að skipuleggja skemmtilega kvöldstund eða dagspart.

HÓPEFLI OG HVATAFERÐIR - Námskeiðin okkar eru kjörin til að verðlauna starfsmenn fyrir vel unnin störf því þar fara saman skemmtun og fræðsla. Við vinnum með þér að skipulagningu dagskrár sem hentar þér og þínu fyrirtæki, er markviss og skemmtileg í senn ásamt því að bjóða upp á einstaka upplifun.

Þarftu að hrista hópinn saman, eru breytingar í vændum eða ný afstaðnar...? Hefur þú tekið eftir því að skemmtilegasta partíið er alltaf í eldhúsinu? Við nýtum okkur þessa staðreynd til að brjóta niður múra á milli fólks. Á námskeiðum okkar vinna þátttakendur að sameiginlegu markmiði. Í matargerð lærist að samvinna er lykill að góðum árangri. Sameiginlegt borðhald í lok námskeiðs innsiglar svo jákvæða upplifun og góða strauma á milli þátttakenda.

STYRKING TENGSLA VIÐ VIÐSKIPTAVINI EÐA STJÓRNENDUR - Að elda saman í hóp er frábær og afslappandi leið til að hitta og kynnast viðskiptavinum sínum eða efla tengsl innan stjórna og stjórnendateyma fyrirtækja, svo dæmi séu tekin. Salt Eldhús hentar einstaklega vel sem vettvangur fyrir slíka atburði og hefur yfir að ráða einstaklega fallegu og vel útbúnu eldhúsi og samliggjandi borðstofu, sem skapa þægilegt andrúmsloft, ásamt frábæru útsýni yfir Reykjavík, Hallgrímskirkju, Hörpu, gömlu höfnina, Esjuna og Snæfellsjökul þegar sá gállinn er á honum.

EINKANÁMSKEIР- Opin námskeið Salt Eldhúss geta verið grunnur að einkanámskeiðum, en fleiri námskeið eru í boði sem einkanámskeið, allt eftir þörfum og áhugasviði viðskiptavina, sem og hópastærð. Mögulegt er að blanda saman matreiðslu og t.d. vín- eða bjórsmökkun.

 

HÓPASTÆRР- Stærð hópa skiptir máli varðandi möguleg námskeið/matseðla og framkvæmdina. Allt að 20-22 manns geta eldað saman í einu og setið til borðs við stóra borðstofuborðið okkar. Fyrir stærri hópa þá eldum við smárétti og höfum óformlegara borðhald. Nánari útfærsla fer eftir stærð hópsins.

TÍMI - Námskeiðin okkar eru gjarnan um 4 klst. Í boði eru tvær tímasetningar. Annars vegar morgunnámskeið, þar sem eldaður er hádegisverður og hins vegar kvöldnámskeið, þar sem eldaður er kvöldverður. Morgunnámskeið hefjast alla jafna kl 10:00 og kvöldnámskeiðin kl 17:00.

HAFA SAMBAND - Nánari upplýsingar í síma 551-0171 eða með því að senda tölvupóst á netfangið info@salteldhus.is