Hópar

ÞAÐ ER GAMAN AÐ ELDA SAMAN!

Við hjá Salt Eldhúsi bjóðum upp á fjölbreytt úrval námskeiða, fyrsta flokks aðstöðu og frábæra kennara. Við bjóðum einnig upp á einkanámskeið fyrir hópa, t.d. fyrirtæki og stofnanir eða fjölskyldur og vini.

HÓPEFLI - Námskeiðin okkar eru tilvalin vettvangur fyrir hópefli, eru markviss og skemmtileg í senn ásamt því að bjóða upp á einstaka upplifun. Sameiginlegt borðhald í lok námskeiðs setur svo punktinn yfir i-ið.

Salt Eldhús hefur yfir að ráða einstaklega fallegu og vel útbúnu eldhúsi og samliggjandi borðstofu, sem skapa þægilegt andrúmsloft, ásamt frábæru útsýni yfir Reykjavík, Hallgrímskirkju, Hörpu, gömlu höfnina, Esjuna og Snæfellsjökul.

HVAÐA NÁMSKEIÐ ERU Í BOÐI FYRIR HÓP? - Flest námskeiðin í Salt Eldhúsi geta verið grunnur að einkanámskeiðum fyrir hóp, gjarnan í örlítið breyttri mynd fyrir hópinn. En svo erum við með nokkur önnur námskeið á kantinum líka.

HÓPASTÆRР- Stærð hópa hefur áhrif á hvaða námskeið henta. Flest námskeiðin henta vel fyrir allt að 20 manna hóp. Fyrir stærri hóp (20-40) eru það einkum námskeið þar sem eldaðir eru smáréttir eða götubiti (street-food) sem henta.

TÍMI - Námskeiðin okkar eru mislöng, yfirleitt 2-4 klst. Kvöldnámskeiðin byrja oftast kl 16:00 eða 17:00, hádegisnámskeiðin gjarnan kl 11:00 eða 12:00.

HAFA SAMBAND - Nánari upplýsingar í síma 551-0171 eða með tölvupósti info@salteldhus.is