"Indverskt með Sunesh" hefur verið sett í körfuna þína.

Skoða körfu

Indverskt með Sunesh

18.900 kr
- +

Indverska eldhúsið býr yfir ótrúlegum fjölbreytileika. Matreiðslan er ólík frá suðri til norðurs og hvert hérað er með sín krydd og sérkenni. Persar, portúgalir, bretar og hollendingar eiga langa sögu af viðskiptum við Indland og hafa haft sín áhrif og sett sitt mark á matargerðalistina. 

Við höfum fengið Sunesh Subrahmoian matreiðslumann á veitingastaðnum Ghandi í Reykjavík til að gefa okkur innsýn í matreiðsluna sem hann ólst upp við. Sunesh hefur unnið víða um heim og einnig verið með stutta matreiðsluþætti á Youtube. Hann er fæddur í bænum Muziris við Malabar ströndina í Kerala-héraði. Fiskur og sjávarfang er því mikilvægt hráefni að hans mati og sá matur sem hann ólst upp við. Kennt er á ensku.

Matseðill á námskeiðinu:

  • Dhal palak – linsubaunir með spínati
  • Chicken biriyani – kjúklingaréttur með hrísgrjónum
  • Prawns mango curry – indverskt mangó karrí með risarækjum
  • Fish polichathu - fiskur kryddaður og bakaður í bananalaufum
  • Raita- indversk sósa
  • Capathi -indverskt brauð

Innifalið er allt hráefni, kennsla matreiðslumanns, þjónusta uppvaskara/aðstoðarmanns, afnot af svuntu og öllum áhöldum. Síðast en ekki síst er slegið upp veislu í lok námskeiðsins, þar sem þátttakendur gæða sér á afrakstrinum. Þátttakendur fá síðan uppskriftirnar sendar í tölvupósti.

Kennari á námskeiðinu er Sunesh Subrahmoian matreiðslumaður

Kennt er á ensku.

Námskeiðið hefst kl 17:00 og stendur í um 2 ½  klst

Við minnum fólk á námskeiðs- og tómstundastyrki verkalýðsfélaga og fyrirtækja, sem endurgreiða námskeiðskostnað.