"Víetnamskt "street-food" á tveimur tímum" hefur verið sett í körfuna þína.

Skoða körfu

Víetnamskt "street-food" á tveimur tímum

16.900 kr

Dagsetning

- +

Víetnamskur matur er þekktur fyrir að vera bragðmikill, ilmríkur og gómsætur. Á þessu stutta og skemmtilega námskeiði lærum við að gera soð í hina frægu pho súpu og eldum hana frá grunni. Gerum ferskar vorrúllur með núðlum og stökku grænmeti, og dásamlegar kjötbollur með hinni frægu nuoc cham sósu, sem er gjarnan borin fram með víetnömskum mat. Námskeiðið hentar bæði byrjendum og lengra komnum.

Á námskeiðinu gerum við:

  • Kjúklingasoð í pho súpu
  • Pho súpu með núðlum ,grænmeti og kjúkling
  • Ferskar vorrúllur með stökku grænmeti
  • Nuoc cham sósu
  • Kjötbollur með núðlum og salati

Innifalið er allt hráefni, fyrsta flokks aðstaða og afnot af svuntu og áhöldum. Einnig er aðstoðarmanneskja/uppvaskari þátttakendum innan handar á námskeiðinu. Eftir að búið er að útbúa matinn er sest niður og smakkað á öllu sem gert var. Þátttakendur fá uppskriftir sendar í tölvupósti eftir námskeiðið.

Kennari á námskeiðinu er Sigríður Björk Bragadóttir matreiðslumaður

Námskeiðið hefst kl 17:00 og stendur í 2 klst.

Við minnum fólk á námskeiðs- og tómstundastyrki verkalýðsfélaga og fyrirtækja, sem endurgreiða námskeiðskostnað