Gjafabréf

Gjafabréf á námskeið hjá Salt Eldhúsi gilda á öll námskeið, annað hvort sem fullnaðargreiðsla eða sem hluti af námskeiðsgjaldi. Til þægindaauka fyrir viðskiptavini okkar eru hér í vefversluninni á boðstólum gjafabréf með 6 mismunandi upphæðum. Kaupandi fær gjafabréfið sjálfkrafa sent í tölvupósti og getur prentað það út, fyllt út nafn handhafa og pakkað því inn að vild. Einnig er hægt í kaupferlinu að óska eftir því að Salt Eldhús útbúi sérstakt gjafabréf (haka við viðeigandi valkost í greiðsluferlinu), sem kaupandi getur annað hvort sótt í Þórunnartún 2 (sér að kostnaðarlausu) eða fengið sent á næsta pósthús (gegn gjaldi). Gjafabréf Salt Eldhúss gilda í 2 ár frá útgáfudegi. Gjafabréf er hægt að nota til að bóka námskeið sem fer fram eftir að gjafabréfið rennur út. Vinsamlegast athugið að gjafabréf fást ekki endurgreidd og þau er ekki hægt að framlengja.

Fyrirspurnum má beina á netfangið info@salteldhus.is eða í síma 551-0171