"Sumarbröns" hefur verið sett í körfuna þína.

Skoða körfu

Sumarbröns

18.900 kr
- +

Það er alltaf vinsælt að bjóða heim í dögurð eða bröns. Fjölskyldur og vinir geta þá komið saman þegar allir, börnin líka, eru upplagðir og hressir. Á þessu námskeiði matreiðum við nokkra vel valda og spennandi rétti sem henta tilefninu mjög vel.

Við fáum okkur mímósu, sem er ávaxtasafi blandaður kampavíni, lærum að gera egg benedicte með ekta hollandaise sósu, fullkomnar og undurléttar breskar skonsur með graslauk og lax og salat með hægeldaðri önd. Í eftirrétt lærum að útbúa ekta franska jarðaberjaböku með vanillukremi. Uppskriftirnar eru flestar nokkuð einfaldar og  reynt að haga matseðli þannig að hægt sé að gera matinn að einhverju leyti fyrirfram og að maturinn sé fallegur og ljúfengur.

  • Salat með hægeldaðri önd (confit de canard)
  • Breskar osta/krydd skonsur bornar fram með grískri jógúrt, reyktum lax og graslauk
  • Egg Benedicte á brioche-brauðsnittu með sneið af hamborgarahrygg og hollandaise sósu
  • Frönsk jarðaberjabaka með vanillukremi
  • Mímósa

Innifalið: allt hráefni, þjónusta aðstoðarmanns/uppvaskara, afnot af svuntu og öllum áhöldum, uppskriftirnar, og auðvitað sjálfur brönsinn og mímósan.

Kennari á námskeiðinu er Sigríður Björk Bragadóttir matreiðslumaður og eigandi Salt Eldhúss.

Námskeiðið hefst kl 11:00 og stendur í um 3 klst.

Við minnum fólk á námskeiðs- og tómstundastyrki verkalýðsfélaga og fyrirtækja, sem endurgreiða námskeiðskostnað