""Street-food" rölt um Asíu" hefur verið sett í körfuna þína.

Skoða körfu

"Street-food" rölt um Asíu

18.900 kr

Dagsetning

- +

Svokölluð „street food“ menning er vinsæl um heim allan. Næstum hvar sem þú drepur niður fæti í heiminum finnurðu matarvagn á næsta götuhorni með eitthvað gómsætt að bjóða upp á. Á Indlandi fáum við dásamlegar laukkökur með myntusósu og döðluchutney, Í Víetnam vorrúllur með risarækjum og súrsætri sósu í Tævan mjúkkryddaðar grísabollur með sítrónugrasi í brauði með pikluðum gulrótum og svo má lengi telja. Á þessu námskeiði flökkum við um Asíu en í þeim heimshluta er götumatur þekktur fyrir að vera bragðmikill og kryddaður. Við eldum nokkra girnilega rétti frá mismunandi löndum og kynnumst öllum ljúffengu sósunum og meðlætinu sem gerir matinn svo góðan.

Á námskeiðinu eldum við:

  • Bhaji laukkökur frá Indlandi með myntusósu og tamarind/döðluchutney
  • Gua bao brauðbollur frá Tævan, fylltar með krydduðu kjúklingakjöti og chilisósu
  • Satay kjúklinga spjót frá Tælandi  með agúrku salsa og brauðteningum
  • Víetnamskar Sai gou - ferskar rækjuvorrúllur m/sæt-súrri sósu
  • Bánh Mi frá Vietnam, sætkryddaðar grísabollur með sítrónugrasi í brauði með chilisósu

Innifalið er allt hráefni, kennsla matreiðslumanns, þjónusta uppvaskara/aðstoðarmanns, afnot af svuntu og öllum áhöldum. Þátttakendur fá uppskriftir af því sem gert er til að taka með sér heim. Síðast en ekki síst er slegið upp veislu í lok námskeiðsins, þar sem þátttakendur gæða sér á afrakstrinum.

Kennari á námskeiðinu er Sigríður Björk Bragadóttir matreiðslumaður og eigandi Salt Eldhúss

Námskeiðið hefst kl 17:00 og stendur í 2 1/2  klst

Lágmarksfjöldi þátttakenda á þetta námskeið er 10

Við minnum fólk á námskeiðs- og tómstundastyrki verkalýðsfélaga og fyrirtækja, sem endurgreiða námskeiðskostnað.