Tælensk veisla með Sam
Margir íslendingar hafa kynnst tælenskri matargerð að einhverju marki. Á þessu námskeiði gefst frábært tækifæri til að læra réttu handtökin í þessari dásamlegu matargerð. Sam Anurak Jansaweg er tælenskur að uppruna og hefur búið og starfað hér á landi í tíu ár. Hann er listaskólagenginn og hefur brennandi áhuga á matargerð. Sam er snillingur í að matreiða rétti frá heimalandi sínu og lofum við góðum, upprunalegum mat og skemmtilegri stemmningu. Í lokin er slegið upp veislu hlaðborði og þátttakendur gæða sér á kræsingunum sem þeir hafa átt þátt í útbúa sjálfir. Athuga að námskeiðið er kennt á ensku.
- Matseðill
- Tom Kha Gai – (Thai coconut chicken soup). Kraftmikil og holl kjúklingasúpa með kókosmjólk, galangal, lemongrass, lime leaves o.fl. Góð fyrir blóðsykurinn!
- Larb or Nam Tok - minced meat salad with pork and chicken (spicy or not spicy).
- Beef with steamed rice topped with chicken
- Fish with red curry paste (spicy or not spicy)
- Steamed Salmon with Lemon
Innifalið er allt hráefni, kennsla, þjónusta aðstoðarmanns/uppvaskara, afnot af svuntu og öllum áhöldum. Þáttakendur fá allar uppskriftar sendar með tölvupósti eftir námskeiðið.
Kennari á námskeiðinu er Sam Anurak Jansawek .
Námskeiðið hefst kl 17:00 og stendur í um 3 klst.
Athugið að þetta námskeið er kennt á ensku.
Lágmarksfjöldi þátttakenda á þetta námskeið er 10.
Við minnum fólk á námskeiðs- og tómstundastyrki verkalýðsfélaga og fyrirtækja, sem oft endurgreiða námskeiðskostnað.
Innifalið er allt hráefni, kennsla, þjónusta aðstoðarmanns/uppvaskara, afnot af svuntu og öllum áhöldum. Þáttakendur fá allar uppskriftar sendar með tölvupósti eftir námskeiðið.
Kennari á námskeiðinu er Sam Anurak Jansawek, listamaður og ástríðukokkur.
Námskeiðið hefst kl 17:00 og stendur í um 3 klst.
Athugið að þetta námskeið er kennt á ensku.
Lágmarksfjöldi þátttakenda á þetta námskeið er 10.
Við minnum fólk á námskeiðs- og tómstundastyrki verkalýðsfélaga og fyrirtækja.
