"Spænsk paella" hefur verið sett í körfuna þína.

Skoða körfu

Spænsk paella

16.900 kr

Dagsetning

- +

Paella er líklega þekktasti réttur spænska eldhússins. Orðið paella þýðir panna en það er einmitt það áhald sem þarf til að gera paella. Paellan er talin upprunin í Valencia. Til eru margar útgáfur af paellu, sem hafa þróast í gegnum aldir en uppistaðan er alltaf hrísgrjón. Spánverjar nota stutt, spænsk hrísgrjón sem heita “calasparra”. Ef þau fást ekki er hægt að nota ítölsku “arborio” grjónin (risotto grjón) í paelluna.

Það má síðan nota sjávarfang, kjöt (kjúkling, önd, kanínu) eða jafnvel snigla í paellu og flest héruð á Spáni eru með sína sérstöku útfærslu, bæði hvað varðar hráefni og ekki síst hvernig paellan er elduð. Í Andalúsíu er hún t.d. gjarnan elduð það vel að á botninum er karamellukennd skán sem þykir afar góð.

Upprunalega var paella elduð sem hádegisverður fyrir landbúnaðarverkamenn og bændur og var þá notað það hráefni sem akrarnir buðu upp á, svo sem tómatar, laukur og sniglar og e.t.v bætt út í smá anda- eða kanínukjöti. Stundum jafnvel kjúkling. Við sjávarsíðuna var nærtækt að notast við sjávarfang, bæði fisk og skelfisk ýmis konar. Paella marisco er einmitt paella með sjávarfangi. En svo má blanda sjávarfangi og kjöti saman eftir smekk eins og algengt er.

Á þessu námskeiði gerum við blandaða paellu og notum bæði kjöt (kjúkling og chorizo pylsu) og sjávarfang.

Innifalið er allt hráefni, fyrsta flokks aðstaða og afnot af svuntu og áhöldum sem til þarf. Einnig er aðstoðarmanneskja/uppvaskari þátttakendum innan handar á námskeiðinu. Síðast en ekki síst er slegið upp veislu í lok námskeiðsins, þar sem þátttakendur gæða sér á afrakstrinum.

Kennari á námskeiðinu er Sigríður Björk Bragadóttir matreiðslumaður og eigandi Salt Eldhúss.

Námskeiðið hefst kl 17:00 og stendur í 2 klst

Lágmarksfjöldi þátttakenda á þetta námskeið er 10

Við minnum fólk á námskeiðs- og tómstundastyrki verkalýðsfélaga og fyrirtækja, sem endurgreiða námskeiðskostnað.