"Smörrebröd með Helgu Gabríelu" hefur verið sett í körfuna þína.

Skoða körfu

Smörrebröd með Helgu Gabríelu

16.900 kr
Uppselt

Smörrebröð hefur ávalt verið vinsælt hér á landi en síðustu ár orðið enn vinsælla og er í boði víða. Fyrir þá sem ekki þekkja þessar gómsætu brauðsneiðar er smörrebrauð venjulega brauðsneið, ljóst brauð eða gróft rúgbrauð, sem er smurt með smjöri og ofan á það er sett ýmist kjöti eða fiskur og allskyns fínerí sem passar með. Mikið er lagt upp úr því að brauðið sé fallega skreytt og rismikið því eins og sagt er byrjar maður nú alltaf að borða með augunum. Við höfum fengið Helgu Gabríelu til að kenna smörrebrauð en hún er matreiðslumaður og lærði á veitingastaðnum Vox. Vann um árabil hjá Marentsu smurbrauðsjómfrú og starfar núna hjá Brauð&co meðal annars við að útbúa smörrebrauð. Helga er með sinn stíl á að útfæra brauðið sem er ótrúlega fallegt og ljúfengt.

Á námskeiðinu gerum við smörrebröd með:

  • Roast beef með heimagerðu remúlaði, steiktum lauk, sýrðum gúrkur og piparrót
  • Rauðspretta með rækjum, tartarsósu og kavíar.
  • Reyktur lax með epla & piparrótarsalati
  • Kjúklingasalat

Innifalið er allt hráefni, kennsla matreiðslumanns, þjónusta uppvaskara/aðstoðarmanns, afnot af svuntu og öllum áhöldum. Síðast en ekki síst er slegið upp veislu í lok námskeiðsins, þar sem þátttakendur gæða sér á afrakstrinum. Þátttakendur fá síðan uppskriftirnar sendar í tölvupósti.

Kennari á námskeiðinu er Helga Gabríela Sigurðardóttir matreiðslumaður

Námskeiðið hefst kl 17:00 og stendur í um 2 1/2  klst

Við minnum fólk á námskeiðs- og tómstundastyrki verkalýðsfélaga og fyrirtækja, sem endurgreiða námskeiðskostnað.