Veisla frá Napólí með Valerio Gargiulo
Heillandi Napólí, suðræn og seiðandi. Ertu klár í að uppgötva matar leyndarmál Napólí? Á þessu námskeiði sláumst við í för með Valerio Gargiulo og eldum nokkra ekta rétti frá Napólí, með hráefni sem sem auðvelt er að nálgast á Íslandi. Valerio er fæddur og uppalinn í Napólí en hefur búið á Íslandi síðan 2002. Hann er lögfræðingur að mennt, ástríðukokkur og rithöfundur. Valerio hefur gefið út 11 bækur, flestar eru skáldsögur um yfirnáttúrulega atburði og ævintýri, en tvær bókanna eru matreiðslubækur. Annars vegar bókin „Uppskriftir Valerios frá Napólí“ og hins vegar bókin „Matarvenjur Miðjarðarhafsins: Suður ítalskar uppskriftir“.
Á námskeiðinu eldum við:
- Pasta e patate – hinn fullkomni ítalski heimilismatur, einstaklega ljúffengur og kremaður.
- Spaghetti aglio, olio e peperoncino – einfaldur en fullkominn pastaréttur sem svíkur engan.
- Parmigiana di melanzane – ofnbakaður eggaldinréttur með tómat og osti, algert ljúfmeti.
- Bruschetta með hvítlauk, tómötum og mozzarella – ekta forréttur í Miðjarðarhafs stíl.
- Zucchine alla scapece – bragðmikill og frískandi kúrbítsréttur með ediki og myntu.
- Fylltar paprikur – djúsí og bragðgóður aðalréttur.
- Silkimjúk ricotta-kremblanda með dökku súkkulaði - Ítölsk hefð með íslensku „tvisti“.
Innifalið er allt hráefni, kennsla matreiðslumanns, þjónusta uppvaskara/aðstoðarmanns, afnot af svuntu og öllum áhöldum. Þátttakendur fá allar uppskriftir af því sem gert er. Síðast en ekki síst er smakkað á öllu sem gert er á námskeiðinu!
Kennari á námskeiðinu er Valerio Gargiulo, rithöfundur, lögfræðingur og ástríðukokkur
Námskeiðið hefst kl 17:00 og stendur í u.þ.b. 2 1/2 klst
Við minnum fólk á námskeiðs- og tómstundastyrki verkalýðsfélaga og fyrirtækja, sem endurgreiða námskeiðskostnað.