Indverskir grænmetisréttir
Grænmetisréttir eiga sér langa sögu á Indlandi og þeir kunna sérlega vel að matreiða þá svo vel sé. Við mörg hátíðleg tilefni, þar sem Indverjar vilja skarta sínu fegursta og bera á borð hið besta sem býðst, eins og t.d. við brúðkaup, er uppistaðan í matnum nánast alltaf grænmetisréttir. Á þessu námskeiði munum við læra að matbúa grænmetisrétti úr linsum, hrísgrjónum og grænmeti sem eru ekki einungis rétt settir saman í næringarfræðilegu tilliti, heldur einnig auðveldir að matbúa með nokkrum lykil-hráefnum.
Innifalið er allt hráefni, kennsla matreiðslumanns, þjónusta uppvaskara/aðstoðarmanns, afnot af svuntu og öllum áhöldum. Þátttakendur fá uppskriftirnar sendar með tölvupósti eftir námskeiðið. Síðast en ekki síst er slegið upp veislu í lok námskeiðsins, þar sem þátttakendur gæða sér á afrakstrinum.
Kennari á námskeiðinu er Shabana Zaman
Námskeiðið hefst kl 17:00 og stendur í um 3 klst
Lágmarksfjöldi þátttakenda á þetta námskeið er 12.
Við minnum fólk á námskeiðs- og tómstundastyrki verkalýðsfélaga og fyrirtækja, sem endurgreiða námskeiðskostnað.