"Spænskir tapasréttir og paella" hefur verið sett í körfuna þína.

Skoða körfu

Spænskir tapasréttir og paella

20.900 kr

Dagsetning

- +

Spænsk mat­ar­gerð fellur gjarnan í skugg­ann af mat­ar­gerð Frakk­lands og Ítal­íu. Paellu þekkja flestir en líklega ekki marga aðra „spænska“ rétti. Skýr­inguna má finna í því að mat­ar­menning Spán­verja bygg­ist að miklu leyti á hrá­efn­un­um en ekki ein­stök­um rétt­um, má þar nefna hráskinkuna „jamón iberico“sem er án efa sú besta í heimi. Einn angi matarmenningar á Spáni er tapas-menn­ing­in og nýt­ur hún sí­vax­andi vin­sælda allsstað­ar í heiminum og ekki að ástæðu­lausu. Á þessu námskeiði eldum við nokkra fræga tapas-rétti og förum í ferðalag með bragðlaukana. Við skoðum líka muninn á tapas og pinxtos og fræðumst um tapas-menninguna á Spáni. Kennari á námskeiðinu er Sigríður Björk en hún hefur mikla ástríðu fyrir spænskri matargerð og þá sérstaklega þessum dásamlegu smáréttum sem tapas er.

Matseðill á námskeiðinu:

  • Croquetas con jamon serrano – Krókettur með serranó skinku
  • Tortilla - Spænsk eggjakaka með kartöflum
  • Patatas bravas con aioli – Steiktir kartöfluteningar með aioli
  • Albondigas en salsa de tomate – Kryddaðar kjötbollur í tómatsósu
  • Pintxo de bacalao - saltfiskur á ristaðri brauðsnittu
  • Paella – Paella með chorizo-pylsu, risarækjum og kjúkling
  • Crema Catalana - eftirréttur

Innifalið er allt hráefni, fyrsta flokks aðstaða og afnot af svuntu og áhöldum sem til þarf. Einnig er aðstoðarmanneskja/uppvaskari þátttakendum innan handar á námskeiðinu. Síðast en ekki síst er slegið upp veislu í lok námskeiðsins, þar sem þátttakendur gæða sér á afrakstrinum.

Kennari á námskeiðinu er Sigríður Björk Bragadóttir matreiðslumaður og eigandi Salt Eldhúss.

Námskeiðið hefst kl 17:00 og stendur í u.þ.b. 3 klst

Lágmarksfjöldi þátttakenda á þetta námskeið er 10

Við minnum fólk á námskeiðs- og tómstundastyrki verkalýðsfélaga og fyrirtækja, sem endurgreiða námskeiðskostnað.