"Franskir bistro eftirréttir" hefur verið sett í körfuna þína.

Skoða körfu

Franskir bistro eftirréttir

16.900 kr

Dagsetning

- +

Hið dæmigerða franska bistro er veitingastaður, gjarnan hverfisstaður, þar sem boðið er upp á góða, hefðbundna franska rétti, oft heimilislega, á sanngjörnu verði. Þessi gerð veitingastaða varð til í París á 19. öld og tók virkilega að blómstra á 20. öld, varð e.k. tákngervingur hins franska lífsstíls eins og svo margir ljósmyndarar og listmálarar hafa gert skil í myndefni sínu. Margir frægir franskir kokkar hafa einmitt hafið “sóló” feril sinn með því að opna sitt eigið bistro og koma sér þannig á kortið.

Bistro eftirréttir eru gjarnan klassískir, góðir og vel útilátnir. Matseðillinn á námskeiðinu gæti vel verið eftirréttaseðill á góðu, hefðbundnu bistro. Á námskeiðinu lærið þið ýmislegt sem er gott að kunna eins og að laga vanillukrem, vanillusósu, karamelluseruð epli, hvernig á að gera ekta súkkulaðimús, hvernig á að gera góða bökuskel, sítrónukrem í böku og margt fleira.

Á námskeiðinu gerum við:

  • Tarte tatin au pomme – karamaliseruð hvolf-eplakaka
  • Mousse au chocolat noir – ekta, frönsk súkkulaðimús, 70% súkkulaði
  • Mille-feuille, crème vanille – þúsundblaðaterta með vanillukremi
  • Tarte au citron meringuée – sítrónubaka með marens
  • Poire au vin rouge – rauðvínssoðnar perur

Innifalið er allt hráefni, kennsla matreiðslumanns, þjónusta uppvaskara/aðstoðarmanns, afnot af svuntu og öllum áhöldum. Þátttakendur fá allar uppskriftir af því sem gert er. Síðast en ekki síst er smakkað á öllu sem gert er á námskeiðinu!

Kennari á námskeiðinu er Sigríður Björk Bragadóttir matreiðslumaður og eigandi Salt Eldhúss

Námskeiðin 24. febrúar og 20. apríl 2024 eru á laugardegi og hefjast kl 12:00. Námskeiðið stendur í u.þ.b. 3 klst

Við minnum fólk á námskeiðs- og tómstundastyrki verkalýðsfélaga og fyrirtækja, sem endurgreiða námskeiðskostnað.