"Sumar í Provence" hefur verið sett í körfuna þína.

Skoða körfu

Sumar í Provence

18.900 kr

Dagsetning

- +

Frönsk matargerð hefu lengi þótt bera af matargerðarlist annarra landa fyrir gæði, smekkvísi og fegurð. Sigríður Björk matreiðslumaður, sem kennir þetta námskeið, hefur mikla ástríðu fyrir franskri matargerð enda bjó hún í París um tíma. Á þessu námskeiði förum við til Suður-Frakklands og kynnum okkur hvaða kræsingar eru þar í boði á sumrin. Við gerum hina frægu Pizzaladiere með ansjósum og svörtum ólífum sem er hægt að fá á hverju götuhorni í Nice; eldum blaðlauk í vinagrettesósu sem er kaldur forréttur; gerum hina vinsælu og sumarlegu “tian“ grænmetisböku; eldum dásamlegan þorskrétt með brúnuðu smjöri og í eftirrétt er að sjálfsögðu “tarte’s aux fraise”, jarðaberja baka með vanillukremi. Að lokum setjumst við svo auðvitað niður og gæðum okkur á kræsingunum.

Matseðill á námskeiðinu:

  • Pissaladière – laukbaka frá Nice með karameliseruðum lauk, ansjósum og svörtum ólífum
  • Poireau à la vinaigrette – blaðlaukur í vinaigrette sósu
  • Tian provençal – ofnbakaður grænmetisréttur að hætti Provence
  • Fillet de morue au jambon cru, pesto, pommes de terre et beurre noisette - léttsaltaður þorskur með hráskinku, pesto, kartöflum og brúnuðu smjöri
  • Tarte aux fraises avec crème pâtissière – jarðaberjabaka með vanillukremi

Innifalið er allt hráefni, kennsla matreiðslumanns, þjónusta uppvaskara/aðstoðarmanns, afnot af svuntu og öllum áhöldum. Þátttakendur fá uppskriftir sendar í tölvupósti eftir námskeiðið.

Kennari á námskeiðinu er Sigríður Björk, matreiðslumaður og eigandi Salt Eldhúss

Námskeiðið hefst kl 17:00 og stendur í um 3 klst

Við minnum fólk á námskeiðs- og tómstundastyrki verkalýðsfélaga og fyrirtækja, sem endurgreiða námskeiðskostnað.