Pylsugerð
Á námskeiðinu læra þátttakendur að gera sínar eigin pylsur frá grunni, úr gæða hráefni, góðum kryddum og án allra aukaefna. Við lögum nokkrar ólíkar tegundir af pylsum úr mismunandi hráefni eins og grísa-, nauta- og lambakjöti, allar kryddaðar á mismunandi vegu og förum síðan yfir hvernig er best að elda þær. Við lærum einnig að gera lauksósu sem er mjög góð til að bera fram með pylsunum. Í lok námskeiðsins setjumst við niður og gæðum okkur á afrakstrinum.
Innifalið er allt hráefni, kennsla matreiðslumanns, þjónusta uppvaskara/aðstoðarmanns, afnot af svuntu og öllum áhöldum. Þátttakendur fá uppskriftamöppu til eignar með öllum uppskriftunum.
Kennari á námskeiðinu er Sigríður Björk Bragadóttir matreiðslumaður og eigandi Salt Eldhús
Námskeiðið hefst kl 17:00 og stendur í 2,5 - 3 klst.
Við minnum fólk á námskeiðs- og tómstundastyrki verkalýðsfélaga og fyrirtækja, sem endurgreiða námskeiðskostnað.