"Ítalskt með Cornel Popa" hefur verið sett í körfuna þína.

Skoða körfu

Ítalskt með Cornel Popa

18.900 kr

Dagsetning

- +

Cornel G Popa er ný viðbót við öflugan hóp kennara hjá okkur í Salt Eldhúsi. Cornel er frá smábænum Carpino í Puglia héraði á Ítalíu og á þessu námskeiði ætlar hann að deila með okkur nokkrum fjölskyldu réttum. Cornel lærði í kokkaskóla San Giovanni í Rotando á Ítalíu en flutti síðan til London og starfaði á ýmsum veitingastöðum þar. Leiðin lá síðan til Íslands og hér hefur hann búið og starfað síðan 2017, m.a. hjá Coocoos Nest, Matverk og Geira Smart, auk þess að taka virkan þátt í ungliðahreyfingu Slow Food samtakanna.

Fyrir 2 árum gaf Cornel út sína fyrstu matreiðslubók, "Food and family, secrets from an Italian family kitchen" og eru réttirnir á námskeiðinu úr þeirri bók. Og hvernig myndi Cornel lýsa sinni matreiðslu? "I would describe my cooking as simple, delicious and full of flavours of my childhood". Námskeiðið er kennt á ensku.

Matseðill:

  • Kúrbítur "pizzette"
  • Pansanella salat
  • Heimalagað ricotta gnocchi með heimalagaðri basil sósu
  • Pistachio tiramisu

Innifalið er allt hráefni, kennsla matreiðslumanns, þjónusta uppvaskara/aðstoðarmanns, afnot af svuntu og öllum áhöldum. Þátttakendur fá allar uppskriftir af því sem gert er. Síðast en ekki síst er slegið upp veislu í lok námskeiðsins, þar sem þátttakendur gæða sér á afrakstrinum.

Kennari á námskeiðinu er Cornel G Popa

Námskeiðið hefst kl 17:00

Við minnum fólk á námskeiðs- og tómstundastyrki verkalýðsfélaga og fyrirtækja, sem endurgreiða námskeiðskostnað.