Indversk matargerð
Matargerð Indlands er jafn fjölbreytt og landið er stórt og fjölbýlt. Íslendingar eru vanir því að borða á indverskum veitingahúsum, á Íslandi sem og erlendis og þekkja því nokkuð til þessarar matargerðar. Einhverja hluta vegna eru margir þó hræddir við að hella sér út í indverska matargerð sjálfir. Nú gefst hins vegar kjörið tækifæri til þess að bæta úr því og læra að elda indverskan mat.
Kennari á þessu námskeiði er Shruthi Basappa. Shruthi hefur búið á Íslandi um skeið en er upprunin frá Bangalore í suðurhluta Indlands. Hún er menntaður arkitekt en hefur bakgrunn í matreiðslu og brennandi áhuga á öllu sem viðkemur mat. Shruthi hefur ákaflega gaman af því að miðla matarmenningu síns heimalands til okkar Íslendinga.
Shruthi leiðir þátttakendur í gegnum nokkra mismunandi rétti og tækni á bak við það hvernig Indverjar byggja upp kryddin í matargerðinni. Hún eldar heimilismat frá heimabæ sínum og kennir okkur að elda rétti sem hún lærði hjá mömmu sinni. Í lok námskeiðsins er að sjálfsögðu slegið upp veislu með hlaðborði með indverskum réttum. Athugið, þetta námskeið er kennt á ensku.
Matseðill á námskeiðinu:
- Beans Palya
- Raita
- Carrot Southekayi Kosambari
- Chicken Chettinad
- Roti
- Kumro Chenchki
- Jeera Alu
- Lahsuni Dal
Innifalið er allt hráefni, kennsla matreiðslumanns, þjónusta uppvaskara/aðstoðarmanns, afnot af svuntu og öllum áhöldum ásamt uppskriftarmöppu til eignar.
Kennari á námskeiðinu er Shruthi Basappa
Námskeiðið hefst kl 17:00 og stendur í um 3,5 klst
Lágmarksfjöldi þátttakenda á þetta námskeið er 10.
Við minnum fólk á námskeiðs- og tómstundarstyrki verkalýðsfélaga og fyrirtækja, sem endurgreiða námskeiðskostnað.