"Dumplings" hefur verið sett í körfuna þína.

Skoða körfu

Dumplings

16.900 kr
- +

Kunsang Tsering, kennari á þessu námskeiði, er frá Tíbet. Hann rekur hið vinsæla veitingahús Ramen Momo (stofnað 2014) í miðbæ Reykjavíkur. Þar gerir Kunsang snilldar góðar ramensúpur sem margir þekkja. Kunsang er líka snillingur í að gera gómsæta „dumplings“ og hefur nokkrum sinnum verið þáttakandi í viðburðum eins og „pop upp veitingahúsi“ og hefur þar eldað „götumat“ sem hefur slegið í gegn. Á þessu námskeiði kennir hann að laga „dumplings“ frá grunni, allt frá því að gera deigið, hinar ýmsu fyllingar og hvernig þeir eru eldaðir.

Á námskeiðinu lærið þið að gera:

  • Japanskt gyoza (grísakjöt og rækjur)
  • Kóreanskt Mandu (grísakjöt, kál og tofu)
  • Kínverska dumplings (grísakjöt og kál)
  • Tíbetskt momo (nautakjöt og vorlaukur)

Innifalið er allt hráefni, kennsla matreiðslumanns, þjónusta uppvaskara/aðstoðarmanns, afnot af svuntu og öllum áhöldum. Þátttakendur fá uppskriftamöppu til eignar. Síðast en ekki síst er slegið upp veislu í lok námskeiðsins, þar sem þátttakendur gæða sér á afrakstrinum.

Kennari á námskeiðinu er Kunsang Tsering

Námskeiðið hefst kl 17:00 og stendur í um 3 ½ klst

Við minnum fólk á námskeiðs- og tómstundastyrki verkalýðsfélaga og fyrirtækja, sem endurgreiða námskeiðskostnað.