"Töfrar Tælenskrar Matargerðar" hefur verið sett í körfuna þína.

Skoða körfu

Töfrar Tælenskrar Matargerðar

18.900 kr
- +

Töfrar tælenskrar matargerðar eru íslendingum vel kunnir og hér gefst frábært tækifæri til að læra réttu handtökin af meistara í þessari matargerð. Við lofum góðum, upprunalegum mat og skemmtilegri stemmningu með Nok, sem hefur kennt tælenska matargerð víða um heim. Í lokin er slegið upp veislu hlaðborði og þátttakendur gæða sér á kræsingunum.

Næstu námskeið

Vorönn 2017: 14. mars og 17. maí.

Innifalið er allt hráefni, kennsla matreiðslumanns, þjónusta aðstoðarmanns/uppvaskara, afnot af svuntu og öllum áhöldum ásamt uppskriftarmöppu til eignar. Síðast en ekki síst 8 rétta Tælensk máltíð, sem þátttakendur útbúa sjálfir, og vínglas með.

Kennari á námskeiðinu er Montree Sakulkeaw (eða bara Nok).

Námskeiðið hefst kl 17:00 og stendur í 3,5 - 4 klst.

Lágmarksfjöldi þátttakenda á þetta námskeið er 8.

Við minnum fólk á námskeiðs- og tómstundastyrki verkalýðsfélaga og fyrirtækja, sem endurgreiða námskeiðskostnað.