"Það er leikur að baka með Evu Laufey" hefur verið sett í körfuna þína.

Skoða körfu

Það er leikur að baka með Evu Laufey

14.900 kr

Dagsetning

- +

Hér bjóðum við upp á bakstursnámskeið þar sem foreldri kemur með barninu sínu og saman læra þau að baka og eiga ljúfa stund saman í eldhúsinu. Á námskeiðinu verður farið yfir þrjár uppskriftir. Við byrjum á einföldum og stórgóðum amerískum pönnukökum. Því næst eru það kanilsnúðar og þá er áherslan lögð á að læra að búa til deig og vinna með ger. Þriðja uppskriftin eru ljúffengar vanillu bollakökur sem eru skreyttar með dýrindis kremi. Kenndar verða nokkrar aðferðir við að skreyta bollakökur.

Kennari á þessu námskeiði er Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir en hún er dagskrárgerðarkona hjá Stöð 2, hefur gefið út þrjár matreiðslubækur, unnið að ótal verkefnum tengdum matargerð og er eigandi vefsíðunnar www.evalaufeykjaran.is 

Á námskeiðinu er kennt að gera:

  • Gerdeigs kanelsnúða
  • Amerískar pönnukökur
  • Bollakökur með vanillukremi, skreyttar á nokkra mismunandi vegu

Hver bókun og námskeiðsgjald á þessu námskeiði gildir fyrir einn fullorðinn og eitt barn. LÁGMARKSALDUR BARNS ER 6 ÁRA. Hámarksfjöldi á námskeið er 10 fullorðnir með 10 börnum.

Innifalið er allt hráefni, fyrsta flokks aðstaða og afnot af svuntu og áhöldum sem til þarf. Einnig er aðstoðarmanneskja/uppvaskari þátttakendum innan handar á námskeiðinu. Þátttakendur fá að taka afrakstur dagsins með heim ásamt uppskriftum.

Kennari á námskeiðinu er Eva Laufey Hermannsdóttir

Námskeiðið hefst kl 13:00 og stendur í 2 ½  klst

Við minnum fólk á námskeiðs- og tómstundastyrki verkalýðsfélaga og fyrirtækja, sem endurgreiða námskeiðskostnað.