"Matarveisla frá Marokkó með Miu" hefur verið sett í körfuna þína.

Skoða körfu

Matarveisla frá Marokkó með Miu

18.900 kr
Uppselt

Marókkóskur matur er frægur um allan heim. Í Marokkó er jarðvegur frjór og landið gjöfult og matarmenning á sér mjög langa sögu aftur í tímann. Krydd eins og kanell, engifer, saffran, pipar, kóríander og kummin gefa mildan tón í matreiðsluna og með saltlegnum sítrónum og sætum ávöxtum og döðlum verður útkoman dásamleg. Soumia Georgsdóttir eða Mia eins og hún er kölluð hefur búið á Íslandi í 20 ár en er fædd í Marrakech eða rauðu borgina í Marókkó. Mia er viðskiptafræðingur að mennt og hefur brennandi áhuga á öllu sem viðkemur mat. Mia hefur ákaflega gaman af því að miðla matarmenningu síns heimalands til okkar Íslendinga og á þessu námskeiði kennir hún okkur að laga nokkra af þekktustu og bestu réttum þessa fallega lands.

  • Marokkóskt gulrótasalat
  • Harira súpa
  • Zaalook - eggaldinréttur
  • Tómatasalat með cummin og ólífuolíu
  • Tagine með kjúkling og söltuðum sítrónum
  • Tagine með lambi og sveskjum
  • Appelsínusneiðar með kanil og sykri
  • Myntu te

Innifalið er allt hráefni, kennsla, uppskriftir, þjónusta uppvaskara/aðstoðarmanns, afnot af svuntu og öllum áhöldum. Síðast en ekki síst er slegið upp veislu í lok námskeiðsins, þar sem þátttakendur gæða sér á afrakstrinum.

Kennari á námskeiðinu er Soumia Georgsdóttir.

Námskeiðið hefst kl 17:00 og stendur í um 3 ½ klst

Lágmarksfjöldi þátttakenda á þetta námskeið er 10.

Við minnum fólk á námskeiðs- og tómstundastyrki verkalýðsfélaga og fyrirtækja, sem endurgreiða námskeiðskostnað.