"Matarveisla frá Marokkó með Hajir" hefur verið sett í körfuna þína.

Skoða körfu

Matarveisla frá Marokkó með Hajir

18.900 kr
- +

Marókkóskur matur er mjög vinsæll um heim allan. Hann er talinn hollur og góður og er aðeins sterkari á bragðið en réttir frá Mið-Austurlöndum almennt. Fjölbreytt krydd gefur matnum mikið bragð og hann ber einnig keim af saltlegnum sítrónum, ólífuolíu og þurrkuðum ávöxtum. Chili-pipar er notaður eftir smekk. Grænmeti er einnig notað í alla rétti. Alls kyns kjöt og fiskur passa í réttina þar með talið lambakjöt, nautakjöt, kjúklingur, kanínukjöt, skelfiskur og allur fiskur.

Hajir, kennarinn á námskeiðinu, er uppalinn í Marokkó  en hefur búið á Íslandi í fjölda ára. Hann saknar bragðsins af heimahögunum og fær móður sína reglulega til að senda sér kryddblöndur sem hún lagar sjálf í eldhúsinu sínu heima. Þeim ætlar Hajir að deila með okkur í fjölmörgum marokkóskum réttum.

Næstu námskeið

Haustönn 2019: ekki komin dagsetning

Innifalið er allt hráefni, kennsla matreiðslumanns, þjónusta uppvaskara/aðstoðarmanns, afnot af svuntu og öllum áhöldum. Þátttakendur fá uppskriftamöppu til eignar. Síðast en ekki síst er slegið upp veislu í lok námskeiðsins, þar sem þátttakendur gæða sér á afrakstrinum ásamt glasi af góðu víni.

Kennari á námskeiðinu er Hajir Attigui

Námskeiðið hefst kl 17:00 og stendur í 3 ½ -  4 klst

Lágmarksfjöldi þátttakenda á þetta námskeið er 8.

Við minnum fólk á námskeiðs- og tómstundastyrki verkalýðsfélaga og fyrirtækja, sem endurgreiða námskeiðskostnað.