"Éclairs, franskar og fágaðar" hefur verið sett í körfuna þína.

Skoða körfu

Éclairs, franskar og fágaðar

12.900 kr

Dagsetning

- +

Éclairs eru vinsælar víða um heim en sér í lagi í París þar sem heilu bakaríin eru undirlögð af þessu girnilega bakkelsi í allskonar úrfærslum og bragðtegundum. Súkkulaði, vanillu, karamellu, sítrónu, kaffi, pistasíu og núggat, hvað er þitt uppáhald? Við bjóðum nú upp á námskeið í að baka éclairs, þessar fallegu og ómótstæðilegulegu kökur. Á námskeiðinu lærum við að gera fullkomið vatnsdeig en það er sú deigtegund sem er notuð í éclairs. Við lærum að gera nokkrar klassískar franskar grunnfyllingar eins og crème pâtissière, þ.e.  franskt vanillukrem, crème au beurre, sem er ekta franskt smjörkrem og leiðir til að útfæra þessi krem til að gera fjölbreyttar bragðtegundir. Lærum einnig að laga sítrónusmjör og margs konar glassúr og sýnum hvernig hægt er að gera fleiri þekktar útfærslur með þetta deig. Á eftir smökkum við á herlegheitunum og tökum síðan það sem eftir verður með heim. Kennari á námskeiðinu er Sigríður Björk, eigandi Salt Eldhúss.

Á námskeiðinu lærum við að gera frá grunni:

  • Pâte à choux - vatnsdeig
  • Crème pâtissière - franskt vanillukrem
  • Crème aux beurre – franskt smjörkrem
  • Lemoncurd - sítrónusmjör
  • Crème chantilly – rjómakrem
  • Súkkulaðifyllingu
  • Karamellukrem
  • Glassúr, mismunandi tegundir

Innifalið er allt hráefni, fyrsta flokks aðstaða og afnot af svuntu og áhöldum sem til þarf. Einnig er aðstoðarmanneskja/uppvaskari þátttakendum innan handar á námskeiðinu. Þátttakendur fá uppskriftamöppu til eignar og léttur kvöldverður (heimalöguð súpa og brauð) er einnig innifalinn.

Kennari á námskeiðinu er Sigríður Björk Bragadóttir matreiðslumaður og eigandi Salt Eldhúss.

Námskeiðið hefst kl 17:00 og stendur í 3-31/2 klst

Lágmarksfjöldi þátttakenda á þetta námskeið er 8.

Við minnum fólk á námskeiðs- og tómstundastyrki verkalýðsfélaga og fyrirtækja, sem endurgreiða námskeiðskostnað.