"Uppskeran: sultað og sýrt" hefur verið sett í körfuna þína.

Skoða körfu

Uppskeran: sultað og sýrt

19.900 kr
- +

Uppskerutíminn er í uppáhaldi hjá okkur í Salt Eldhúsi. Á þessu námskeiði tökum við allt dásamlega grænmetið og ávextina, sem hefur vaxið og dafnað í sumar og komum í krukkur fyrir veturinn. Farið verður yfir undirstöðuatriði um hvað þarf að hafa í huga við að sulta og setja í krukkur svo geymist vel. Við búum til dásamlegt chutney m.a. úr eplum, tómötum og apríkósum, notum mismunandi aðferðir við að gera sýrðar rauðrófur, gúrkur, næpur og kryddaða græna tómata. Gerum kryddað pikkles og dásamlegar sultur úr ávöxtum og berjum sem eru ferskir á þessum tíma. Töfrum fram góðar salatsósur og förum yfir hvað annað er hægt að nýta uppskeruna í.  Hver og einn þátttakandi gerir nokkrar tegundir af sultum og chutney og afraksturinn er síðan tekinn með heim í krukkum til að njóta á haustmánuðum.

Innifalið er allt hráefni, kennsla matreiðslumanns, þjónusta uppvaskara/aðstoðarmanns, afnot af svuntu og öllum áhöldum. Þátttakendur fá uppskriftir sendar í tölvupósti, með margskonar uppskriftum sem hæfa haustinu og einnig sultur og sýrt grænmeti til að taka með sér heim.

Kennari á námskeiðinu er Sigríður Björk Bragadóttir matreiðslumaður og eigandi Salt Eldhúss

Námskeiðið hefst kl 17:00 og stendur í u.þ.b. 3 klst

Við minnum fólk á námskeiðs- og tómstundastyrki verkalýðsfélaga og fyrirtækja, sem endurgreiða námskeiðskostnað.