"Töfrar Persíu með Atefeh" hefur verið sett í körfuna þína.

Skoða körfu

Töfrar Persíu með Atefeh

18.900 kr

Dagsetning

- +

Persnesk matargerð er fjölbreytt og maturinn fallegur, litríkur og rómantískur. Á þessum slóðum nota menn mjúk og mild krydd í matinn eins og myntu, kanill, kardimommur og saffran og bera fram te með rósablöðum og engifer. Atefeh Bour Bour er frá Íran og býr og starfar á Íslandi. Hún er næringafræðingur að mennt og er með mikla ástríðu fyrir matargerð. Hún elskar að elda mat frá heimalandi sínu og ætlar nú að kynna fyrir okkur matargerð og menningu þessa heimshluta. Atefeh lærði að elda hjá mömmu sinni, móðursystrum sínum og ömmu sinni, en allar eru þær snillingar í matargerð. Réttirnir sem verða eldaðir þetta kvöld eru í uppáhaldi hjá fjölskyldu hennar.

Réttir sem eldaðir verða:

  • Kashke Bademjan - Eggaldinréttur með valhnetum
  • Tahchin - Saffranhrísgrjón með kjúkling, kanil og kardimommum
  • Ashereshte - Írönsk spínatsúpa með kjúklingabaunum og kóríander
  • Dolme - Nautakjöt í papriku
  • File morgh zaferani - Kjúklingalundir kryddaðar með saffran
  • Damnoush - Íranskt te með þurrkuðum rósum
  • Fylltar döðlur með mjúkum möndlum

Innifalið er allt hráefni, kennsla leiðbeinanda, þjónusta uppvaskara/aðstoðarmanns, afnot af svuntu og öllum áhöldum. Þátttakendur fá uppskriftir af öllur réttum.

Kennari á námskeiðinu er Atefeh Bour Bour

Námskeiðið hefst kl 17:00 og stendur í um 3 ½ klst

Við minnum fólk á námskeiðs- og tómstundastyrki verkalýðsfélaga og fyrirtækja, sem endurgreiða námskeiðskostnað.