"Matarveisla frá Marokkó" hefur verið sett í körfuna þína.

Skoða körfu

Matarveisla frá Marokkó

18.900 kr

Dagsetning

- +

Marókkóskur matur er frægur um allan heim. Í Marokkó er jarðvegur frjór og landið gjöfult og matarmenning á sér mjög langa sögu aftur í tímann. Krydd eins og kanell, engifer, saffran, pipar, kóríander og kummin gefa mildan tón í matreiðsluna og með saltlegnum sítrónum og sætum ávöxtum og döðlum verður útkoman dásamleg. Á þessu námskeiði eldum við nokkra af þekktustu og bestu réttum þessa fallega lands:

  • Harira súpa
  • Gulrótarsalat með söltuðum sítrónum
  • Chermoula - eggaldinréttur
  • Hunangsgljáð grasker með kanel og engifer
  • "Tagine" með kjúkling og sítrónu
  • Lambabollur með söltuðum sítrónum
  • Batbout (brauð)
  • Baklava
  • Myntu te

Innifalið er allt hráefni, kennsla, uppskriftir, þjónusta uppvaskara/aðstoðarmanns, afnot af svuntu og öllum áhöldum. Síðast en ekki síst er slegið upp veislu í lok námskeiðsins, þar sem þátttakendur gæða sér á afrakstrinum. Uppskriftir sendar í tölvupósti eftir namskeiðið.

Kennari á námskeiðinu er Sigríður Björk Bragadóttir matreiðslumaður

Námskeiðið hefst kl 17:00 og stendur í um 3 klst

Lágmarksfjöldi þátttakenda á þetta námskeið er 12

Við minnum fólk á námskeiðs- og tómstundastyrki verkalýðsfélaga og fyrirtækja, sem endurgreiða námskeiðskostnað.