Jólahlaðborð að hætti Salt eldhúss
Jólahlaðborð er ómissandi hluti af aðventunni og skemmtileg leið til að hittast í aðdraganda Jólanna. Okkur í Salt eldhúsi þykir gaman að bjóða vinum og fjölskyldu heim, á okkar eigið “Jólahlaðborð” og nú höfum við sett saman námskeið þar sem við höfum tekið saman rétti sem vakið hafa lukku og sem sóma sér vel saman á hlaðborði. Á námskeiðinu setjum við í Jólagírinn, spilum Jólamúsík, kveikjum á kertum, eldum góðan mat og setjum upp fallegt og Jólalegt hlaðborð, sem við svo njótum saman.
Það sem gert er á námskeiðinu:
- Heit lifrarkæfa með steiktum sveppum og beikoni
- Púrtvínslegin síld með rúgbrauðs randalín
- Rauðrófu-grafinn lax með piparrótarsósu m/brauði
- Indverskt kjúklingasalat (“Coronation style”) á ristaðri brauðsnittu
- Ostafylltar brauðkollur með rifsberjahlaupi
- Marokkóskar, kanelkryddaðar lambabollur með granateplagljáa og ferskum granateplum
- Jólasalat með fersku rauðkáli, spergilkáli, trönuberjum, beikoni og mjúkri sósu
- Anda confit með mjúku eplasalati, appelsínu, seljurót, spínati og granateplum.
- Bakaður brie ostur með vínlegnum ávöxtum, hunangi og hnetum
- Jólaeftirréttur Salt eldhúss, mjúkt vanilluostakrem með ávaxtasósu og ferskum berjum
Innifalið er allt hráefni, kennsla matreiðslumanns, þjónusta uppvaskara/aðstoðarmanns, afnot af svuntu og öllum áhöldum. Þátttakendur fá allar uppskriftir af því sem gert er. Síðast en ekki síst er afraksturinn borðaður!
Kennari á námskeiðinu er Sigríður Björk Bragadóttir, matreiðslumaður og eigandi Salt eldhúss
Námskeiðið hefst kl 17:00 á virkum degi og kl 12:00 á laugardögum og stendur í u.þ.b. 3 klst
Við minnum fólk á námskeiðs- og tómstundastyrki verkalýðsfélaga og fyrirtækja, sem endurgreiða námskeiðskostnað.