"Ítalska eldhúsið" hefur verið sett í körfuna þína.

Skoða körfu

Ítalska eldhúsið

18.900 kr
- +

Ítalska Eldhúsið er þekkt út um allan heim m.a. fyrir pastaréttina sem þaðan koma en Anna Soffía Ásgeirsdóttir matreiðslumaður veit af eigin raun að frá Ítalíu kemur fleira gott en bara pasta. Anna Soffía lærði iðn sína á ítalska staðnum La Primavera þar sem hún vann síðan árum saman. Hún hefur tekið saman nokkra af sínum uppáhalds ítölsku réttum sem við fáum að njóta og útbúa þessa kvöldstund.

Næstu námskeið

Vorönn 2018: 21. febrúar og 2. maí.

Innifalið er allt hráefni, kennsla matreiðslumanns, þjónusta uppvaskara/aðstoðarmanns, afnot af svuntu og öllum áhöldum. Þátttakendur fá uppskriftamöppu til eignar. Síðast en ekki síst er slegið upp veislu í lok námskeiðsins, þar sem þátttakendur gæða sér á afrakstrinum ásamt glasi af góðu víni.

Kennari á námskeiðinu er Anna Soffía Ásgeirsdóttir matreiðslumaður

Námskeiðið hefst kl 17:00 og stendur í 3,5 - 4 klst

Lágmarksfjöldi þátttakenda á þetta námskeið er 8.

Við minnum fólk á námskeiðs- og tómstundastyrki verkalýðsfélaga og fyrirtækja, sem endurgreiða námskeiðskostnað.