"Franskur vetrarmatur" hefur verið sett í körfuna þína.

Skoða körfu

Franskur vetrarmatur

18.900 kr

Dagsetning

- +

Frönsk matargerð  hefur lengi þótt bera af matargerðarlist annarra landa, fyrir gæði, smekkvísi og fegurð. Kennarinn á námskeiðinu, Sigríður Björk matreiðslumaður, hefur mikla ástríðu fyrir franskri matargerð enda bjó hún í París um tíma. Á þessu námskeiði tökum við fyrir franskan heimilismat sem hæfir árstíðinni, þ.e. vetrarmatur. Við bökum gott brauð, gerum himneska hvítlaukssúpu, lærum að gera fullkomið bökudeig og klassíska Franska böku, eldum spennandi fiskrétt frá Provence, coq au vin (hana í víni) og endum á crème caramel. Við lærum tæknina við að gera stökka og ljúffenga bökuskel, vatnsdeig, meðhöndla bláskel og lögum fullkomið franskt smjörkrem. Að lokum setjumst við niður og gæðum okkur á kræsingunum.

Matseðill á námskeiðinu:

  • Hvítlaukssúpa með ostasnittum
  • Quiche Lorraine – klassísk beikonbaka
  • Þorskhnakki með parmaskinku og steinselju kartöflumús
  • Coq au Vin - hani í víni
  • Crème caramel

Innifalið er allt hráefni, kennsla matreiðslumanns, þjónusta uppvaskara/aðstoðarmanns, afnot af svuntu og öllum áhöldum ásamt uppskriftamöppu til eignar.
 
Kennari á námskeiðinu er Sigríður Björk matreiðslumaður og eigandi Salt Eldhúss
 
Námskeiðið hefst kl 17:00 og stendur í um 3 klst

Lágmarksfjöldi þátttakenda á þetta námskeið er 10.
 
Við minnum fólk á námskeiðs- og tómstundastyrki verkalýðsfélaga og fyrirtækja, sem endurgreiða námskeiðskostnað.