"Franskur Jólabröns" hefur verið sett í körfuna þína.

Skoða körfu

Franskur Jólabröns

18.900 kr

Dagsetning

- +

Vinsælt er víða um heim að bjóða í dögurð eða bröns um jólin. Fjölskyldur og vinir geta þá komið saman þegar allir, börnin líka, eru upplagðir og hressir. Frakkar eiga spennandi matarhefðir við slík tækifæri, rétt eins og aðrar þjóðir. Á þessu námskeiði matreiðum við franska rétti sem eru vinsælir um jólaleytið þar í landi. Sigríður Björk, kennari á námskeiðinu, bjó í Frakklandi um tíma og heillaðist af franska viðhorfinu „að lifa til að borða“. Frakkar nota hvert tækifæri til þess að borða góðan mat. Á námskeiðinu gerum við egg Benedict með hollandaise sósu, bökum quiche Lorraine (klassíska franska böku), gerum vöfflu með andaconfit, lærum að gera kjúklingalifrapaté, sem þátttakendur geta líka tekið með heim og notið síðar. Í eftirrétt er síðan bûche de Noël (franskur Jóladrumbur) sem er gjarnan hafður á borðum á Jóladag. Í lok námskeiðs sláum við síðan upp veislu og gæðum okkur á því sem við höfum búið til með glasi af mímósu.

Matseðill:

  • Egg Benedict
  • Hollandaise sósa
  • Quiche Lorraine
  • Vaffla með andaconfit og bláberjachutney
  • Kjúklingalifrapaté (að smakka og taka með heim)
  • Bûche de Noël Jóladrumbur
  • Mímósa

Næstu námskeið

Þetta námskeið er á laugardegi og hefst kl 11:00

Innifalið: allt hráefni, þjónusta aðstoðarmanns/uppvaskara, afnot af svuntu og öllum áhöldum, uppskriftir.

Kennari á námskeiðinu: Sigríður Björk Bragadóttir matreiðslumaður, eigandi Salt Eldhúss

Námskeiðið hefst kl 11:00 og stendur í ca 3 klst.

Lágmarksfjöldi þátttakenda á þetta námskeið er 10.

Við minnum fólk á námskeiðs- og tómstundastyrki verkalýðsfélaga og fyrirtækja, sem endurgreiða námskeiðskostnað.