"Franskur Jólabröns" hefur verið sett í körfuna þína.

Skoða körfu

Franskur Jólabröns

18.900 kr
- +

Vinsælt er víða um heim að bjóða í dögurð eða bröns um jólin. Fjölskyldur og vinir geta þá komið saman þegar allir, börnin líka, eru upplagðir og hressir. Frakkar eiga spennandi matarhefðir við slík tækifæri, rétt eins og aðrar þjóðir. Á þessu námskeiði matreiðum við franska rétti sem eru vinsælir um jólaleytið þar í landi. Sigríður Björk, kennari á námskeiðinu, bjó í Frakklandi um tíma og heillaðist af franska viðhorfinu „Að lifa til að borða“ en það er það sem Frakkar gera; nota hvert tækifæri til þess að borða góðan mat. Við gerum egg benedict, girnilega klassíska böku, hvítlaufssalat með valhnetum og vinagrettu, grillum geitaost, lögum kjúklinga-terrine, bûche de noël og ýmislegt annað gott. Við sláum upp veislu í lokin og gæðum okkur á afrakstrinum með glasi af mímósu. Uppskriftirnar eru flestar nokkuð einfaldar og  reynt að haga matseðli þannig að hægt sé að gera matinn að einhverju leiti fyrirfram og að maturinn sé fallegur, góður og hátíðlegur.

Það sem við lærum á námskeiðinu:

  • Að hleypa egg
  • Gera stökka og góða bökuskel
  • Kjúklinga-terrine
  • Fullkomna vinagrette
  • Franskt smjörkrem
  • Franskan sykurbrauðsbotn

Næstu námskeið

Haustönn 2017: 26. nóvember og 3. desember

Innifalið: allt hráefni, þjónusta aðstoðarmanns/uppvaskara, afnot af svuntu og öllum áhöldum, uppskriftamappa, fordrykkur og vínglas með matnum.

Kennari á námskeiðinu: Sigríður Björk Bragadóttir matreiðslumaður, eigandi Salt Eldhúss

Námskeiðið hefst kl 10:00 og stendur í ca 4 klst.

Lágmarksfjöldi þátttakenda á þetta námskeið er 8.

Við minnum fólk á námskeiðs- og tómstundastyrki verkalýðsfélaga og fyrirtækja, sem endurgreiða námskeiðskostnað.