"Éclairs og fleira franskt" hefur verið sett í körfuna þína.

Skoða körfu

Éclairs og fleira franskt

18.900 kr
- +

Bakstur úr “pate choux” eða vatnsdeigi er vinsæll víða um heim, sér í lagi í París.  Þar eru heilu bakaríin undirlögð af bakkelsi úr þessu deigi í allskonar úrfærslum. Við bjóðum nú upp á námskeið í að fullkomna þetta deig og bökum “éclairs“, þessar fallegu og ómótstæðilegulegu kökur með dásamlegri vanillufyllingu og súkkulaðihjúp. Á námskeiðinu kynnumst við kökum úr þessu deigi sem eru þekktar í Evrópu og kynnumst sögunni á bak við deigið. Auk éclairs bökum við nokkrar klassískar kökur og brauð úr vatnsdeigi eins og “profiteroles” sem er turn úr bollum með vanillukremi og súkkulaðisósu, rjómabollur með craqueline top og gómsæta ostaköku.

Það sem við lærum á námskeiðinu:

  • Paté choux - vatnsdeig
  • Éclairs
  • Vatnsdeigsbollur með craqueline-topp
  • Ostaköku úr vatnsdeigi
  • Franskt vanillukrem
  • Ískrem
  • Súkkulaðisósu

Innifalið er allt hráefni, fyrsta flokks aðstaða og afnot af svuntu og áhöldum sem til þarf. Einnig er aðstoðarmanneskja/uppvaskari þátttakendum innan handar á námskeiðinu. Þátttakendur fá uppskriftirnar sendar í tölvupósti eftir námskeiðið.

Kennari á námskeiðinu er Sigríður Björk Bragadóttir matreiðslumaður og eigandi Salt Eldhúss.

Námskeiðið hefst kl 17:00 og stendur í um 3 klst

Lágmarksfjöldi þátttakenda á þetta námskeið er 10.

Við minnum fólk á námskeiðs- og tómstundastyrki verkalýðsfélaga og fyrirtækja, sem endurgreiða námskeiðskostnað.