Skilmálar

 

Gjafabréf.

Gjafabréf á námskeið hjá Salt Eldhúsi gilda í eitt ár frá útgáfudegi á námskeið sem haldið er á því tímabili. Gjafabréf fást ekki endurgreidd og þau er ekki hægt að framlengja.

Bókanir og afbókanir.

Bókanir byggja á fyrstur kemur, fyrstur fær reglunni og fullnaðargreiðsla þarf að liggja fyrir til að tryggja sér pláss á námskeiðinu.

Afbókanir og breytingar á bókunum þarf ávallt að gera skriflega með tölvupósti á netfangið info@salteldhus.is 

  • Námskeið sem afbókað er með a.m.k. 31 daga fyrirvara fæst endurgreitt að frádregnu 20% umsýslugjaldi.
  • Námskeið sem afbókað er með með 30 daga eða skemmri fyrirvara fæst ekki endurgreitt.
  • Berist afbókun með a.m.k. 14 daga fyrirvara fæst inneign í formi gjafabréfs fyrir andvirði námskeiðsins.
  • Breytingar á bókun, svo sem að breyta um dagsetningu eða námskeið þarf að gera með a.m.k. 14 daga fyrirvara.
  • Ekki er hægt að afbóka né breyta bókun með minna en 14 daga fyrirvara. Forfallist þátttakandi af einhverjum ástæðum og komist ekki á námskeið sem hann á bókað býðst honum að senda einhvern í sinn stað og tilkynna um það á netfangið info@salteldhus.is
  • Ef Salt Eldhús ehf þarf að fella niður námskeið af ófyrirsjáanlegum ástæðum eða vegna ónógrar þátttöku, verður haft samband við þá sem hafa skráð sig og þeim boðin inneignarnóta í formi gjafabréfs eða full endurgreiðsla.

Salt Eldhús áskilur sér rétt til að gera eðlilegar og tilfallandi breytingar á einstökum námskeiðum án þess að tilkynna um það sérstaklega.

Eigin ábyrgð viðskiptavina.

Þegar þátttakandi skráir sig á námskeið hjá Salt Eldhúsi ehf, ber viðkomandi sjálf(ur) ábyrgð á eftirfarandi:

  • Þjófnaði eða skemmdum á persónulegum munum.
  • Slysum eða áverkum sem hlotist geta við þátttöku í námskeiðum eða árekstrum við aðra nemendur á meðan á námskeiði stendur.

Meðferð persónuupplýsinga.
Farið er með allar upplýsingar sem viðskiptavinir gefa í tengslum við viðskiptin sem trúnaðarmál. Upplýsingar verða ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila.

Lög og varnarþing.
Um þjónustuviðskipti gilda skilmálar sem skilgreindir eru í lögum um húsgöngu- og fjarsölusamninga nr. 46/2000 og lög um þjónustukaup nr. 42/2000. Varnarþing Salt Eldhúss ehf er í Reykjavík.