"Yndislega Istanbul með Saadet" hefur verið sett í körfuna þína.

Skoða körfu

Yndislega Istanbul með Saadet

16.900 kr

Dagsetning

- +

Ríki Ottomana stóð í yfir 600 ár (1299-1923), var gríðarlega víðfemt og þ.a.l. fjölbreytt menningarleg áhrif að finna innan þess. Mið- Austurlönd, Norður Afríka, Austur Evrópa og Mið- Asía eru allt dæmi um svæði sem höfðu mikil áhrif á matarmenningu þessa fyrrum heimsveldis og suðupotturinn, miðpunkturinn, var hin stórkostlega Istanbúl, þar sem soldánninn hafði aðsetur. Sagan segir að á átjándu öld hafi í Topkapi höllinni í Istanbul, heimili soldánsins, 1000 manns unnið í eldhúsinu til að sjá um veislur sem og daglegar næringar þarfir soldánsins, gesta hans og starfsliðs hallarinnar.

Tyrklandi nútímans er stórt land og matarmenning því mismunandi eftir landshlutum. Istanbúl er hins vegar ennþá suðupottur matarmenningar landsins. Þar er hægt að finna allt það besta í Tyrkneskri matargerð.

Á þessu námskeiði gerum við nokkra smárétti, sem Tyrkir eru svo frægir fyrir. Við fengum Saadet Özdemir Hilmarsson til að kenna en hún er fædd og uppalin í Istanbul. Saadet hefur búið á Íslandi í 13 ár og er mikill matgæðingur og sælkeri. Hún mun kenna okkur að útbúa alla þessa girnilegu smárétti sem við síðan gæðum okkur á í lok námskeiðsins.

Réttir sem eldaðir verða:

  • Havuc tarator – Gulrótar „dip“
  • Nar eksili acili ezme - Kryddað tómat-granatepla „dip“
  • Mercimek Kofte – Steiktar grænmetisbollur með rauðum linsubaunum og búlgur.
  • Sigara börek - Steiktar filodeigskökur með blaðlauk og fetaosti
  • Sarma – Vínviðarlauf með hrísgrjónafyllingu
  • Köfte – Tyrkneskar kjötbollur
  • Osmanli usulu Incir dolmasi – Fylltar fíkjur að hætti Ottoman
  • Tyrkneskt kaffi

Innifalið er allt hráefni, kennsla, þjónusta uppvaskara/aðstoðarmanns, afnot af svuntu og öllum áhöldum. Þátttakendur fá uppskriftir af öllum réttum.

Kennari á námskeiðinu er Saadet Özdemir Hilmarsson

Námskeiðið hefst kl 17:00 og stendur í um 3 klst.

Við minnum fólk á námskeiðs- og tómstundastyrki verkalýðsfélaga og fyrirtækja, sem endurgreiða námskeiðskostnað.