"Sýrt grænmeti með Dagnýju" hefur verið sett í körfuna þína.

Skoða körfu

Sýrt grænmeti með Dagnýju

12.900 kr
- +

Viltu læra að gera ljúffengt súrkál? Hér er á ferðinni sannkölluð súrkálsveisla þar sem boðið er upp á kvass, salsa, kimchi, chutney, relish, pickles og alls kyns súrkál og meðlæti með súrmetinu. Dagný er hafsjór af fróðleik um þetta spennandi súrmeti og leggur mikið upp úr að gera súrkálið að sælkeramat. Þátttakendur læra helstu aðferðir við að sýra grænmeti á einfaldan og öruggan hátt og allir gera tvær krukkur af ólíkum tegundum af súrkáli til taka með sér heim.

Súrkál og annað gerjað grænmeti er:
- fullt af góðum bakteríum og annarri hollustu
- ótrúlega ljúffengt
- auðvelt að búa til heima
- geymist mánuðum saman

Innifalið er allt hráefni, tvær stórar krukkur, fyrsta flokks aðstaða og afnot af svuntu og áhöldum sem til þarf. Einnig er aðstoðarmanneskja/uppvaskari þátttakendum innan handar á námskeiðinu. Þátttakendur fá uppskriftir til eignar. Boðið verður upp á léttan hádegisverð þar sem smakkað verður á alls konar súrkáli, ásamt brauði ofl.

Kennari á námskeiðinu er súrkálsdrottningin Dagný Hermannsdóttir en námskeið hennar hafa notið mikilla vinsælda auk þess sem nýlega kom út bók eftir hana um efnið.

Námskeiðið hefst kl 11:00 og stendur í 3 klst

Við minnum fólk á námskeiðs- og tómstundastyrki verkalýðsfélaga og fyrirtækja, sem endurgreiða námskeiðskostnað.

Áhugasamir geta tryggt sér eintak af bókinni á námskeiðinu á tilboðsverði.

Lágmarksfjöldi þátttakenda á þetta námskeið er 12.