"Sous vide" hefur verið sett í körfuna þína.

Skoða körfu

Sous vide

18.900 kr
- +

Sous vide („undir þrýstingi“) er eldunaraðferð sem á síðustu misserum hefur verið að ryðja sér til rúms í venjulegum eldhúsum. Aðferðin er þó meira en tvöhundruð ára gömul og hefur verið notuð af mörgum matreiðslumönnum frá því sjöunda áratugnum. Aðferðin byggist á því að pakka hráefninu í matarplast og elda við kjörhita í ákveðinn tíma – sem tryggir að hráefnið (kjöt, fiskur eða grænmeti) verður alltaf fullkomlega eldað. Engin áhætta! Hefðbundnar aðferðir byggja á því að elda t.d. kjöt við háan hita með það að markmiði að kjarnhiti þess nái vissu marki. Með sous vide er þessu „snúið á hvolf“ með því að elda hráefnið við þann hita sem sóst er eftir. Þannig fáum við alltaf, alltaf, fullkomna niðurstöðu: lungamjúka og ótrúlega ljúffenga bita. Gerðar verða tilraunir með vel valið hráefni of ólíkum toga. Að endingu er slegið upp veislu með afrakstrinum.

Næstu námskeið

Vorönn 2021: ekki komin dagsetning.

Innifalið er allt hráefni, kennsla matreiðslumanns, þjónusta uppvaskara/aðstoðarmanns, afnot af svuntu og öllum áhöldum ásamt uppskriftamöppu til eignar. Síðast en ekki síst er slegið upp veislu með afrakstri námskeiðsins.

Kennari á námskeiðinu er Matthías Þórarinsson matreiðslumaður

Námskeiðið hefst kl 17:00 og stendur í 3,5 - 4 klst

Lágmarksfjöldi þátttakenda á þetta námskeið er 8.

Við minnum fólk á námskeiðs- og tómstundastyrki verkalýðsfélaga og fyrirtækja, sem endurgreiða námskeiðskostnað.