Ramen súpa
Ramen er japanskur réttur úr hveitinúðlum með soði og ýmsu meðlæti. Núðlurnar eru margs konar að stærð og lögun og bornar fram með kjúklingasoði, svínakjötsoði eða grænmetissoði.
Ramen er vinsælasta gerðin af núðlum í Japan. Hún nýtur vaxandi vinsælda um allan heim og er að nema land á Íslandi.
Kunsang Tsering kennarinn á námskeiðinu er frá Tíbet. Hann nam listina að búa til Ramen í Osaka og rekur Ramen Momo (stofnað 2014), vinsælt veitingahús í miðbæ Reykjavíkur. Ramen Lab Reykjavík (stofnað 2017) er tilrauna- og vinnustofa fyrirtækisins, þar eru sérstakar vélar sem fluttar eru inn frá Japan. Þar með er hægt að framleiða ferskar Ramen-núðlur.
Markmið námskeiðsins er að kenna að elda Ramen-rétt heima og þið lærið að gera:
- einfalt soð
- ramen-núðlur frá grunni
- meðlæti
- gera linsoðið egg
- setja réttinn saman
Innifalið er allt hráefni, kennsla matreiðslumanns, þjónusta uppvaskara/aðstoðarmanns, afnot af svuntu og öllum áhöldum. Þátttakendur fá uppskriftahefti til eignar. Síðast en ekki síst er slegið upp veislu í lok námskeiðsins, þar sem þátttakendur gæða sér á afrakstrinum.
Kennari á námskeiðinu er Kunsang Tsering
Námskeiðið hefst kl 17:00 og stendur í um 3 ½ klst
Við minnum fólk á námskeiðs- og tómstundastyrki verkalýðsfélaga og fyrirtækja, sem endurgreiða námskeiðskostnað.