"Matreitt úr Ítölskum Trufflum" hefur verið sett í körfuna þína.

Skoða körfu

Matreitt úr Ítölskum Trufflum

18.900 kr
- +

Danilo Catena er Ítalskur matreiðslumaður sem ólst upp í smábænum Cagli í Marche héraði, rétt við Umbria hérað, á því svæði þar sem einna mest er af Tartufo (trufflu) sveppinum á Ítalíu. Faðir hans starfaði við trufflu tínslu og gerði út sérþjálfaða Tartufo leitarhundasveit. Danilo þekkir því Tartufo sveppinn frá blautu barnsbeini. Danilo útskrifaðist sem matreiðslumaður árið 1998 og hefur síðan unnið sem kokkur á ýmsum veitingastöðum við Adriahafið, svo sem Ristorante La Rocchetta, Ristorante da Gianni og Ristorante Vecchia Riccione. Hann hefur á undanförnum árum starfað við veisluþjónustuna Catering di Rondini, sem leggur áherslu á hefðbundna matargerð héraðsins.

Á þessu spennandi námskeiði mun Danilo kenna okkur allt um þennan dýra og fræga svepp sem trufflan er og sýna okkur hvernig Ítalir nota Tartufo sveppinn í matargerð.

Réttirnir sem eldaðir verða á námskeiðinu eru:

  • Crema al tartufo nero – Brauðsnitta með svartri trufflusósu.
  • Passatelli con fonduta di parmigiano al tartufo – Heimagert pasta með bræddri trufflu sósu.
  • Filetto di manzo al profumo di tartufo – Nautakjöt með trufflum, og trufflusósu.
  • Tartufo dolce con cuore di choccolato in salsa al masccarphone – Heit súkkulaðikaka með trufflum borin fram með mascarponekremi.

Næstu námskeið

Vorönn 2018: 16. mars.

Innifalið er allt hráefni, kennsla matreiðslumanns, þjónusta uppvaskara/aðstoðarmanns og túlks, afnot af svuntu og öllum áhöldum. Þátttakendur fá uppskriftirnar með sér heim..

Kennari á námskeiðinu er Danilo Catena matreiðslumaður.

Námskeiðið hefst kl 17:00 og stendur í 3 ½ -  4 klst

Við minnum fólk á námskeiðs- og tómstundastyrki verkalýðsfélaga og fyrirtækja, sem endurgreiða námskeiðskostnað.

Kennt er á ítölsku en túlkur verður á staðnum sem túlkar yfir á íslensku og ensku ef vill.