"Ítalskt að hætti ömmu með Luca og Giulia" hefur verið sett í körfuna þína.

Skoða körfu

Ítalskt að hætti ömmu með Luca og Giulia

18.900 kr
- +

Þau Luca og Giulia eru frá Veneto héraði á Norðaustur Ítalíu. Bæði ólust upp við mikla matargerð og ríkar hefðir, þar sem mæður þeirra og ömmur voru afar duglegar að leiðbeina og koma sinni þekkingu áfram á milli kynslóða. Undir þessum áhrifum ákváðu þau bæði að leggja matreiðsluna fyrir sig og skelltu sér í nám við sama matreiðsluskólann. Þar kynntust þau og hafa verið par síðan.

Luca og Guilia ætla að kynna fyrir okkur hvernig dæmigerður sunnudags hádegisverður er heima hjá ömmu (“casa della nonna”), og deila með okkur nokkrum réttum frá heimahéraði sínu.

Í Veneto héraði er til siðs að elda gnocchi (kartöflupasta) til helgarinnar á föstudögum og í fjölskyldu Luca gera þau alltaf ragú (kjötsósu) með því. Luca og Guilia segja að ítalskur matur snúist um gæðahráefni og einfaldleika, þau hafa yndi af því að kynna fyrir fólki ítalska matargerð og um hvað hún snýst. 

Á námskeiðinu eldum við:

  • Gnocchi al ragù. Gnocchi er handgert pasta gert með kartöflum og ragù er kjötsósa til að bera með.
  • Steiktar polentakökur með sveppum, pylsu og osti ofan á.
  • Salame al cioccolato (súkkulaðisalami) í eftirrétt með kaffi.

Þetta námskeið er kennt á ensku.

Innifalið er allt hráefni, kennsla matreiðslumanns, þjónusta uppvaskara/aðstoðarmanns, afnot af svuntu og öllum áhöldum. Þátttakendur fá allar uppskriftir sendar með tölvupósti í lok námskeiðs. Síðast en ekki síst er slegið upp veislu í lok námskeiðsins, þar sem þátttakendur gæða sér á afrakstrinum.

Kennarar á námskeiðinu: Luca Pesavento og Giulia Roman.

Kennt er á ensku.

Námskeiðið hefst kl 17:00 og stendur í 2 ½ -3 klst

Við minnum fólk á námskeiðs- og tómstundastyrki verkalýðsfélaga og fyrirtækja, sem endurgreiða námskeiðskostnað.