"Gómsætt án kolvetna með Allý" hefur verið sett í körfuna þína.

Skoða körfu

Gómsætt án kolvetna með Allý

16.900 kr

Dagsetning

- +

Aðalheiður Ásdís Boutaayacht, alltaf kölluð Allý, er stofnandi uppskriftasíðunnar www.lagkolvetnagodgaeti.is ásamt því að halda úti Instagram og facebook síðu þar sem hún deilir öllu með fylgjendum sínum úr daglegu lífi í eldhúsinu og fleira.

Allý ætlar að kenna okkur ýmis grunnatriði við að gera gómsætan lágkolvetnamat. Hún kennir sérstaka aðferð til þess að búa til lágkolvetnabrauð sem er bakað úr deigi sem kallast “fathead”deig, en það er búið til úr möndlumjöli, rifnum mozzarella osti og rjómaosti. Farið verður yfir hvernig hægt er að matreiða þetta brauð á marga vegu og nota í mismunandi hlutföllum í alls konar rétti. Á námskeiðinu verður einnig farið yfir meðferð sætuefna þegar bakað er. Hvaða sætuefni er best að nota sem og hlutföll og samsetningar í mismunandi réttum.

Búið verður til „lasagna“ þar sem pastanu er skipt út fyrir LKL brauðið, og hvítlauksbrauð þar sem sama deig í öðrum hlutföllum verður notað. Einnig verður kennd aðferð til að gera marengs og góða karamellusósu.

Þið lærið að gera:

  • Lágkolvetnabrauð úr „fathead“ deigi
  • LKL lasagna
  • LKL hvítlauksbrauð
  • LKL pavlovu með þeyttum rjóma , berjum og karamellusósu
  • LKL sósur frá grunni (uppstúf og brúna sósu)

Innifalið er allt hráefni, kennsla matreiðslumanns, þjónusta uppvaskara/aðstoðarmanns, afnot af svuntu og öllum áhöldum. Þátttakendur fá síðan allar uppskriftir með sér heim.

Kennari á námskeiðinu er Aðalheiður Ásdís Boutaayacht, alltaf kölluð Allý.

Námskeiðið hefst kl 17:00 og stendur í um 3 ½ klst

Við minnum fólk á námskeiðs- og tómstundastyrki verkalýðsfélaga og fyrirtækja, sem endurgreiða námskeiðskostnað.