"Eldhús Grænkerans" hefur verið sett í körfuna þína.

Skoða körfu

Eldhús Grænkerans

16.900 kr
- +

Hanna Hlíf er ástríðukokkur sem gerðist grænmetisæta fyrir 30 árum og hefur hún æ síðan tileinkað sér þann lísstíl. Hanna er listakona og nálgast matreiðslu sem slík á einkar skapandi og frumlegan hátt. Hún gaf út fallega bók nú fyrir síðustu jól, með sínum uppáhaldsuppskriftum, sem vakti mjög mikla athygli. Á þessu námskeiði kennir Hanna okkur að elda spennandi grænmetisrétti á indverskum nótum og kynnir leiðir til að nýta hráefni og gefur góð ráð til að nýta matarafganga. Hún nýtir allan mat vel og vill lágmarka matarsóunn. Hanna segir það vefjast fyrir mörgum að stíga skrefin í átt að lífsstíl grænkerans og einblína á það hvað það missir úr mataræðinu. Hún leggur til að dæminu sé snúið við, „Ímyndið ykkur frekar heilan heim af hráefnum opnast“ . Á námskeiðinu eldum við nokkra af uppáhaldsréttum Hönnu Hlífar, gómsæta og holla sem við gæðum okkur síðan á í lokin ásamt vínglasi.

Matseðill á námskeiðinu:

  • Sykurbaunir í jógúrtsósu með sultuðum engifer, chili pipar og granatepli.
  • Samosas
  • Partý-réttur
  • Chana masala kjúklingabaunaréttur
  • Kartöflur í kryddhjúp
  • Hönnu-sósa
  • Döðlu-chutney

Næstu námskeið

Vorönn 2018: í vinnslu

Innifalið er allt hráefni, kennsla matreiðslumanns, þjónusta uppvaskara/aðstoðarmanns, afnot af svuntu og öllum áhöldum. Þátttakendur fá uppskriftamöppu til eignar.

Kennari á námskeiðinu er Hanna Hlíf Bjarnadóttir listakona og höfundur bókarinnar Eldhús grænkerans.

Námskeiðið hefst kl 17:00 og stendur í 3 ½ -  4 klst.

Við minnum fólk á námskeiðs- og tómstundastyrki verkalýðsfélaga og fyrirtækja, sem endurgreiða námskeiðskostnað.