"Eldhús Grænkerans" hefur verið sett í körfuna þína.

Skoða körfu

Eldhús Grænkerans

16.900 kr
- +

Hanna Hlíf er ástríðukokkur og gerðist grænmetisæta fyrir 30 árum og tileinkað sér þann lísstíl. Hanna er listakona og nálgast matreiðslu sem slík á einkar skapandi og frumlegan hátt. Hún gaf út fallega bók nú fyrir síðustu jól, með sínum uppáhaldsuppskriftum, sem vakti mjög mikla athygli. Á þessu námskeiði kennir Hanna okkur að elda spennandi grænmetisrétti á indverskum nótum og kynnir leiðir til að nýta hráefni og gefur góð ráð til að nýta matarafganga. Hanna segir það vefjast fyrir mörgum að stíga skrefin í átt að lífsstíl grænkerans og fólk einblína á það hvað það missir úr mataræðinu. Hún leggur til að dæminu sé snúið við, „Ímyndið ykkur frekar að það opnist heill heimur af hráefnum“.

Næstu námskeið

Vorönn 2017: 4. apríl og 18. maí.

Innifalið er allt hráefni, kennsla matreiðslumanns, þjónusta uppvaskara/aðstoðarmanns, afnot af svuntu og öllum áhöldum. Þátttakendur fá uppskriftamöppu til eignar. Síðast en ekki síst er slegið upp veislu í lok námskeiðsins, þar sem þátttakendur gæða sér á afrakstrinum ásamt glasi af góðu víni.

Nemendur eru hvattir til að taka ílát með til að taka afgang ef einhver verður af mat með heim.

Kennari á námskeiðinu er Hanna Hlíf Bjarnadóttir listakona og höfundur bókarinnar Eldhús grænkerans.

Námskeiðið hefst kl 17:00 og stendur í 3 ½ -  4 klst.

Við minnum fólk á námskeiðs- og tómstundastyrki verkalýðsfélaga og fyrirtækja, sem endurgreiða námskeiðskostnað.