"Afrísk matargerð frá Ghana" hefur verið sett í körfuna þína.

Skoða körfu

Afrísk matargerð frá Ghana

16.900 kr
- +

Vitið þið eitthvað um afríska matargerð, til dæmis frá Ghana? Nú gefst einstakt tækifæri til að kynnast henni. Patience A. Karlsson er fræg fyrir að gera ljúffengan mat og segir að í Ghana sé besti matur í Afríku. Patience er kennari og hefur búið hér á landi um skeið. Hún elskar að elda mat og er fús til að deila uppskriftum og kunnáttu sinni með okkur. Búist við bragðgóðum og hollum mat. Í lok námskeiðsins setjumst við svo niður og njótum kræsinganna með glasi af góðu víni.

Næstu námskeið

Vorönn 2018: í vinnslu

Innifalið er allt hráefni, kennsla matreiðslumanns, þjónusta uppvaskara/aðstoðarmanns, afnot af svuntu og öllum áhöldum ásamt uppskriftamöppu til eignar. Síðast en ekki síst er slegið upp veislu með afrakstri námskeiðsins ásamt vínglasi.

Kennari á námskeiðinu er Patience A. Karlsson

Námskeiðið hefst kl 17:00 og stendur í 3,5 - 4 klst

Lágmarksfjöldi þátttakenda á þetta námskeið er 8.

Við minnum fólk á námskeiðs- og tómstundastyrki verkalýðsfélaga og fyrirtækja, sem endurgreiða námskeiðskostnað.