"Indverskt street-food með Ramya Shyam á þjóðhátíðardegi Indverja 15. ágúst" hefur verið sett í körfuna þína.

Skoða körfu

Indverskt street-food með Ramya Shyam á þjóðhátíðardegi Indverja 15. ágúst

16.900 kr

Dagsetning

- +

Ramya Shyam (eiginkona sendiherra Indlands á Íslandi) er ástríðukokkur og brennur fyrir að kynna matarmenningu þjóðar sinnar. Það er engin tilviljun að þetta námskeið skuli bera upp á Þjóðhátíðardag Indverja, en í ár eru liðin 75 ár frá því Indland öðlaðist sjálfstæði 15. ágúst 1947. Á þessu námskeiði beinir Ramya sjónum sínum að nokkrum vel völdum street-food grænmetisréttum. Ramya leggur áherslu á að nota hráefni sem er aðgengilegt í stórmörkuðum og að eldamennskan sé ekki tímafrek. Kennt er á ensku.

Mrs Ramya Shyam (spouse of the Indian ambassador to Iceland) is a passionate cook and an avid promoter of India´s food culture. It is no coincidence that this class takes place on India´s Independence Day and this year India is celebrating 75 years of Independence since August 15th 1947. In this class Ramya sets her eyes on a few carefully selected vegetarian street-food dishes. Ramya places emphasis on using ingredients that are readily available in supermarkets and that preparation and cooking is not too time consuming. The class is conducted in English.

Menu:

  • Aloo tikki - crispy potato patties
  • Mint chutney
  • Channa masala - chickpea masala
  • Pav bhaji - vegetable curry with bread
  • Carrot halwa

Innifalið er allt hráefni, kennsla matreiðslumanns, þjónusta uppvaskara/aðstoðarmanns, afnot af svuntu og öllum áhöldum. Þátttakendur fá uppskriftir af því sem gert er til að taka með sér heim. Síðast en ekki síst er slegið upp veislu í lok námskeiðsins, þar sem þátttakendur gæða sér á afrakstrinum.

Kennari á námskeiðinu er Ramya Shyam

Námskeiðið hefst kl 17:00 og stendur í u.þ.b. 2 klst

Við minnum fólk á námskeiðs- og tómstundastyrki verkalýðsfélaga og fyrirtækja, sem endurgreiða námskeiðskostnað.